Verðlisti BGS

Verðskrá fyrir BGS úttektir

Framkvæmd skoðana

BSI á Íslandi framkvæmir fyrstu skoðun hjá verkstæði samkvæmt kröfum BGS staðals. Uppfylli verkstæðið kröfur staðalsins er gefið út vottorð þess efnis. Reglubundið eftirlit er síðan framkvæmt hjá skráðum verkstæðum og við matið er notast við úttektargátlista með kröfum BGS staðals.

Eftirlitsaðili skilar niðurstöðum úttekta til verkstæða í skýrsluformi og staðfestir hvort viðkomandi verkstæði hafi staðist kröfur til úttektar. BSI á Íslandi heldur skrár yfir heimsóknirnar.

Fjöldi skoðana og kostnaður við skoðanir

Verð miðast við fjölda starfsmanna þegar ákveðið hversu langan tíma tekur að framkvæma skoðun.

Miðað er við að úttektir fari fram á 6 mánaðar fresti frá fyrstu úttekt með það að markmiði að halda jöfnum gæðum á þjónustu og frávik verði færri. Ef um alvarleg frávik er að ræða getur komið til aukaheimsóknar sem er þá að jafnaði 1-2 tímar til viðbótar. Tímaverð kr. 12.900 og akstur kr. 4.000 innan höfuðborgarsvæðis*.

ISO 9001 vottuð fyrirtæki

Fyrirtæki sem hafa ISO 9001 vottun fyrir þjónustu verkstæða og framkvæma þ.a.l. innri úttektir á þjónustuferlinum fá afslátt á reglubundnar heimsóknir.  Í stað tveggja heimsókna á ári er aðeins ein heimsókn á ári.  Fyrsta skoðun fylgir verðskrá en fjöldi starfstöðva hefur áhrif á dagafjölda fyrstu úttektar og á reglubundið eftirlit einu sinni á ári.

* Verð miðast við fyrirliggjandi verðlista BSI á Íslandi sem er endurskoðaður árlega og er án vsk.

Til viðbótar við verð reiknast ferðakostnaður/akstur.  Ef um aukakostnað er að ræða þá er hann rukkaður samkvæmt gildandi tímaverði BSI hverju sinni.

Árgjald BGS
Árgjald af BGS vottun er kr. 27.000 en kr. 17.000 fyrir BGS félaga. (Greitt árlega í maí eftir að vottun hefur verið náð og innheimt af Bílgreinasambandinu – BGS).

(c) BSI 2013