Skoðunarmaður á rafmagnssviði


Vegna aukinna verkefna leitar BSI á Íslandi eftir skoðunarmanni á rafmagnssviði.

Meðal verkefna sviðsins eru:

Að skoða virki með málspennu:

  • yfir 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu.
  • til og með 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu.

Að skoða öryggisstjórnunarkerfi:

  • rafveitna og framkvæmd öryggisstjórnunar.
  • rafverktaka og framkvæmd öryggisstjórnunar.

Að skoða aðstöðu og búnað rafverktaka.
Að skoða rafföng á markaði.

Menntunarkröfur – Skoðunarmaður skal:

1. Hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja.
eða
2. Hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja.
eða
3. Hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík (áður Tækniháskóli Íslands og Tækniskóli Íslands) eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja.
eða
4. Hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati mennta- og menningarmálaráðuneytisins og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu.

Hæfniskröfur:

  • Öguð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskipum
  • Reynsla af skoðunarstörfum kostur

Umsækjendur eru beðnir um að skila upplýsingum sem óskað er eftir með ferilsskrá (CV) (sjá dæmi: almenn umsókn).

Umsækjendur sendi umsókn sína ásamt ferilskrá á: info@bsiaislandi.is eða á skrifstofu BSI á Íslandi (merkt: Starfsumsókn – Skoðunarmaður á rafmagnssviði)

Ráðning fer fram eftir nánara samkomulagi (umsóknarfrestur til 15. júní 2014).

 

BSI á Íslandi

BSI á Íslandi ehf er umboðsskrifstofa BSI Group sem starfar á sviði úttekta á stjórnkerfisstöðlum (ISO) og CE merkinga. Fyrirtækið bíður upp á þjónustu fagsviða sem nær til skoðanna á bátum, rafmagnseftirliti í umboði Mannvirkjastofnunar, úttektir á lyftum og aðalskoðun á leiksvæðum ásamt sértækum úttektum og námskeiðum frá BSI Group.

Starfsemi fyrirtækisins einskorðast við úttektir, mat, eftirlit, skoðanir, þjálfun og vottanir.

Fyrirtækið hóf starfssemi á Íslandi árið 2004 og í dag starfa hjá okkur 18 starfsmenn og er skrifstofa okkar að Skipholti 50c, 105 Reykjavík ásamt því að skoðunarmenn okkar eru með starfsstöðvar á 4 öðrum stöðum á landinu.

BSI a Islandi_ehf

(c) BSI 2013