BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

Slide 1

Þjónusta við atvinnulífið

Við hjálpum þér að gera betur

Hvort sem þú ert að leita eftir samstarfsaðila fyrir vottun á stjórnunarkerfum, ISO 9001, ISO 14001, ISO 27001, ISO 22000, ISO 45001, ISO 13485, ISO 31000 og ÍST 85 eða þjálfun við innleiðingu á þeim þá getum við aðstoðað þig.

Að auki geta viðskiptavinir sótt þjónustu til okkar hvort sem er til löggildingar eða kvörðunar á mælitækjum sínum.

BSI á Íslandi er umboðsaðili BSI Group (British Standards Institution). Sem tilkynntur aðili getur BSI boðið upp á víðtæka þjónustu sem snýr að CE merkingum sem gerir fyrirtækjum kleift að standast kröfur samræmismats og merkja vörur sínar CE merkinu.

BSI á Íslandi  er faggild skoðunarstofa og hefur faggildingu fyrir eftirfarandi skoðanir:

Lausnir fyrir þitt fyrirtæki

Innleiðing stjórnunarkerfa getur verið lykillinn að því að koma stefnu fyrirtækja og/eða stofnanna í framkvæmd og viðhalda öflugu eftirliti með stöðugum úrbótum. Framundan eru fjölbreytt sérfræðinámskeið hjá BSI. Farðu vel yfir dagskrá okkar og skráðu þig á þau námskeið sem geta þróað kunnáttu þína og aukið sjálfstraust í starfi.

Ef þú hefur áhuga á námskeiði sem ekki er skráð á dagskrá, hafðu þá samband við skrifstofu okkar
í síma 414-4444 eða namskeid@bsiaislandi.is og við veitum þér upplýsingar um hvernig við getum aðstoðað þig.
Þú getur jafnframt skráð þig á póstlistann hjá okkur.

Jafnlaunavottun

ÍST85-Jafnlaunakerfi

Vottað jafnlaunakerfi

Jafnlaunavottun – ÍST 85:2012 felur í sér faglega úttekt innan fyrirtækja og stofnana á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör starfsmanna.

ISO 9001-QMS

Gæðastjórnunarkerfi

Gæðastjórnun er aðferðafræði við stjórnun fyrirtækja sem hefur þróast frá því að vera einföld stýring á framleiðslu yfir í að taka á öllum hliðum rekstrar óháð eðli fyrirtækisins.

ISO 14001-EMS

Umhverfisstjórnunarkerfi

Vottunin er staðfesting þess að verið sé að vinna markvisst að stöðugum umbótum og markverðum árangri í umhverfismálum. Hagsmunaaðilar geta ekki litið framhjá þessari þróun.

ISO 27001-ISMS

Upplýsingaöryggi

Upplýsingaleki og gagnatap er ein af mestu ógnum sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að takast á við. Það er því mikilvægt að fyrirtæki verndi þær upplýsingar sem varða fyrirtækin.

Komdu stefnu þinni í framkvæmd og öðlastu hæfni til að greina áhættur og tækifæri.

BSI er leiðandi aðili í faggildri vottun á stjórnkerfum samkvæmt ISO stöðlum og öðrum alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Yfir 80.000 viðskiptavinir víðsvegar um heiminn eru til marks um það.

Join The Wake

Störf í boði

Við ráðum reglulega til okkar starfsfólk til sérstakra verkefna og til lengri tíma.

Fréttasafn

Show Buttons
Hide Buttons
Hafðu samband