BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

Árleg aðalskoðun leiksvæða

Öryggi leiksvæða og eftirlit með þeim

Í hverju felst aðalskoðun leiksvæða?

Ef þú ert rekstraraðili leiksvæða ber þér að sjá til þess að skipulögð leiksvæði séu skoðuð árlega samkvæmt kröfum um aðalskoðanir leiksvæða.

Aðalskoðun leiksvæða er ástandsskoðun í samræmi við reglugerð þar sem gerð er heildarúttekt á öryggi leikvallatækja, yfirborðsefna, undirstöðu þess og umhverfis á leiksvæðinu öllu.

Reglugerð 1025/2022 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim gildir fyrir öll leiksvæði innan dyra sem utan, skipulögð fyrir leik barna svo sem leikskólalóðir, grunnskólalóðir, gæsluvelli, opin leiksvæði, lóðir fjölbýlishúsa og svæði þar sem börn eiga greiðan aðgang að.

Markmið aðalskoðunar er að stuðla að öryggi barna og annarra með því að tryggja að leikvallatæki og leiksvæði séu hönnuð, frágengin og þeim viðhaldið á öruggan og viðurkenndan hátt.

Árleg aðalskoðun leiksvæða

Hægt er að sækja um aðalskoðun leiksvæða með því að fylla út umsóknina hér að neðan, hafa samband við skrifstofu okkar í síma  414 4444 eða senda okkur póst á info@bsiaislandi.is.

Skoðanir á leiksvæðum eru framkvæmdar í samræmi við skilmála BSI á Íslandi.

Þjónustuver og netspjall

Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15

Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!

info@bsiaislandi.is

414-4444

Hafðu samband