Author Archive | Árni Kristinsson

Yfirlýsing vegna Kórónuveirunnar (COVID-19)

COVID

Aðstæður vegna COVID-19 breytast hratt. BSI hefur hafið víðtækar aðgerðir til að vernda viðskiptavini og starfsfólk með því að lágmarka smithættu hvar sem við vinnum fyrir viðskiptavini og í rekstri okkar. Aðgerðir eru í samræmi við leiðbeiningar WHO og tilmæli landlæknis Íslands um forvarnir.

Skuldbinding við viðskiptavini BSI

Við höfum virkjað verklag við rekstrarsamfellu og viðbrögð við heimsfaraldri. Á áhættusvæðum vinnum við náið með viðskiptavinum okkar og teljum það samfélagslega ábyrgð okkar að veita áframhaldandi þjónustu á meðan við gerum allt til að draga úr hugsanlegri áhættu af völdum þessa faraldrar.

Meðal aðgerða okkar eru að:

Framkvæma úttektir með fjarfundabúnaði í stað heimsókna eins og mögulegt er, endurskipuleggjum áður skipulagðar úttektir og/eða metum áhrif af frestun.

Gætum þess að breytt verklag uppfylli kröfur reglna um faglega framkvæmd úttekta og innan skilgreinds tímaramma.

Nota fjarfundabúnað til að halda fundi, viðburði og námskeið þar sem það á við.

Ef þú þarft að ræða fyrirhugaða úttekt eða aðra þjónustu frá BSI er best að hafa samband við þjónustufulltrúa okkar á vefnum www.bsiaislandi.is, í síma 414-4444 eða með tölvupósti á info@bsiaislandi.is.

Hvernig tryggjum við öryggi starfsfólks?

Við höfum innleitt nokkrar aðgerðir til að vernda starfsfólk:

Starfsmenn eru upplýstir um forvarnaraðgerðir og leiðbeiningar fyrirtækisins á þessum tímum.

Eins og nauðsyn krefur eru starfsmenn búnir viðeigandi persónuhlífum til að koma í veg fyrir mögulegt smit.

Áður en til heimsókna kemur spyrjum við viðskiptavini okkar hvernig þeir stýra áhættu af COVID-19 eða hvort komið hafi upp tilfelli um smit.

Öllum ferðalögum sem ekki eru nauðsynleg vegna þjónustu hefur verið aflýst.

Starfsfólk hefur möguleika á að vinna heiman frá eins og þörf krefur og ef mögulegt er.

Aukið eftirlit er jafnframt með hollustuháttum og forvörnum á vinnustað okkar.

Reglulegar upplýsingar / uppfærslur
Við gerum okkur grein fyrir að viðskiptavinir vilja hafa heilsu, öryggi teymis og starfsmanna sinna í fyrirrúmi. BSI mun halda áfram að fylgjast með aðstæðum og gera breytingar á verklagi í samræmi við áhættu hverju sinni og mun upplýsa viðskiptavini tímanlega í gegnum hefðbundnar samskiptaleiðir.

Ný útgáfa af ISO 27001 – kynning

BSI hefur í desember fengið faggildingu frá ANAB fyrir ISO 27001:2013.

Staðallinn inniheldur bestu aðferðir á sviði upplýsingaöryggis ásamt því að vera samhæfður samkvæmt nýrri uppbyggingu stjórnkerfisstaðla frá ISO.

Þeir sem vilja kynna sér breytingar á staðlinum er bent á að skoða Introduction to ISO/IEC 27001:2013 Information Security Management. þar sem farið er yfir helstu breytingar á staðlinum.

Hafið samband við skrifstofu okkar varðandi vottun samkvæmt staðlinum í síma 414-4444.

Ný útgáfa af BGS staðlinum 5.0

Ný útgáfa af BGS staðlinum kemur út í dag.

Gæðaúttektir á verkstæðum

Í ljósi þeirrar reynslu sem nú hefur fengist af kröfum BGS staðalsins hefur hann verði uppfærður í útgáfu 5.0 2013.  Hægt er að nálgast staðalinn án endurgjalds á vefnum.

BGS vottun er gullið tækifæri til að bæta þjónustuna á hagkvæman og þægilegan hátt og örva viðskiptin.

Í umboði Bílgreinasambandsins sér BSI á Íslandi um úttektir og vottun á stjórnkerfum verkstæða samkvæmt kröfum BGS staðalsins.

Tilgangur vottunar er að auka gæði þjónustu og ánægju viðskiptavina bifreiðaverkstæða, vélaverkstæða, málningarverkstæða, réttingarverkstæða, smurstöðva, söluaðila notaðra varahluta og rúðuverkstæða.

Með vottun skuldbinda fyrirtæki sig til að bæta þjónustu og auka ánægju viðskiptavina með stöðugum umbótum. Reglubundnar úttektir BSI á Íslandi eru til þess fallnar að hafa eftirlit með því að svo sé.

Nánari upplýsingar um BGS vottun má finna hér.

BGS-Baeklingur

BGS Staðall – Kynningarbæklingur (PDF skjal)

Jafnlaunavottun VR

Í umboði VR sér BSI á Íslandi um jafnlaunaúttektir hjá fyirtækjum og stofnunum.

Jafnlaunavottun VR felur í sér faglega úttekt innan fyrirtækja og stofnana á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör karla og kvenna. Öll fyrirtæki og stofnanir á íslenskum vinnumarkaði geta sótt um Jafnlaunavottun VR, óháð stéttarfélagsaðild starfsmanna.

Fyrirtæki sem óska eftir Jafnlaunvottun VR er bent á að hafa samband við skrifstofu VR eða með því að senda erindi til vottun@vr.is.

Nánari upplýsingar um Jafnlaunavottun VR má finna á vefnum http://jafnlaunavottun.vr.is

Jafnlaunavottun VR

 

 

Markaðseftirlits raffanga

BSI á Íslandi ehf mun annast framkvæmd markaðseftirlits raffanga næstu þrjú árin

Þann 3. apríl 2013 var, að undangengnu útboði á vegum Ríkiskaupa, undirritaður samningur milli Mannvirkjastofnunar og BSI á Íslandi ehf um framkvæmd markaðseftirlits með rafföngum. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér að BSI á Íslandi, sem er faggilt skoðunarstofa, tekur að sér skoðun raffanga á markaði hér á landi undir stjórn Mannvirkjastofnunar, samkvæmt skilgreindum verklags- og skoðunarreglum.

Á meðfylgjandi mynd undirrita Árni H. Kristinsson framkvæmdastjóri BSI á Íslandi ehf. og Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar samninginn.

Undirritun markaðseftirlit

Skipaskoðun á Vestfjörðum

Magnús Jónsson hefur verið ráðin sem skipaskoðunarmaður á Vestfjörðum.

Hann er skipstjóri og réttindamaður í trefjaplastssmíði og sér um skoðanir á Vestfjörðum og Snæfellsnesi og tekur á móti pöntunum í síma 892-7139.

Magnús er staðsettur á Patreksfirði.  Nánari upplýsingar um þjónustu skipaskoðunarsviðs má finna hér.

 

 

Starfsleyfi fyrir skipaskoðanir

Skipaskoðun um allt land

BSI á Íslandi ehf fékk í byrjun árs 2009 starfsleyfi til að framkvæma skoðanir á skipum og hefur ráðið til sín alla skoðunarmenn sem áður störfuðu hjá Skipaskoðun Íslands sem nú hefur hætt slíkum skoðunum. Skipaskoðunarsvið okkar leggjum áherslu við metnað okkar í að bjóða faglegar og hagkvæmar skoðanir.

(c) BSI 2013