Eurogarant – Aukin skilvirkni og hagkvæmni

Eurogarant eykur ánægju viðskiptavina,
starfsmanna og verkstæða 

Eurogarant markaðssetur sig yfirleitt gagnvart trygginga- og kaupleigufélögum en einnig gagnvart neytendum, bifreiðaeigendunum.
Í mörgum löndum hefur staðallinn aukið traust og eftirsókn þeirra verkstæða sem hafa hlotið vottun.

Broskallakerfið eykur gagnsæi og traust og er hluti af því markmiði að setja viðskiptavininn í fókus.

Eurogarant-meðlimir þurfa að uppfylla tilteknar kröfur:

  • Kröfur um yfirbragð verkstæðisins, að innan sem utan.
  • Dráttarbíll og lánsbílar.
  • Búnaður og verkfæri á verkstæðum.
  • Stöðugt eftirlit með verkfærum.
  • Eftirfylgni við lagakröfur.
  • Sjálfskoðun hvað varðar gæði vinnunnar.
  • Þátttaka stjórnenda og starfsfólks í endurmenntum.
  • 3 ára ábyrgð á viðgerð og 2 ára ábyrgð á málningarvinnu.
  • Notkun á viðeigandi leiðbeiningum, frá bílaframleiðendum, málningarframleiðendum og Eurogarant.
  • Þátttaka í Eurogarant Forum.

Traust gangvart viðskiptavininum

Líta skal á aðild að Eurogarant sem fjárfestingu í breytingum. Aðild að Eurogarant hefur gert fjölda málningar- og réttingaverkstæða í öðrum löndum kleift að auka tekjur sínar með skýrri markaðsetningu, auknum gæðum og ánægju viðskiptavina.

Áhrifin gagnvart tryggingafélögum er margsönnuð og í mörgum Evrópulöndum er ekki lengur mögulegt að taka við tjónum án þess að vera meðlimur í Eurogarant. Í Danmörku hafa tryggingafélög þegar viðkurkennt Eurogarant-staðalinn.

Vottunarskírteini

Eftir að hafa farið í gegnum skoðun og hlotið samþykki fá öll Eurogarant-verkstæði vottunarskírteini frá Eurogarant, sem er endurnýjað árlega.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendu okkur fyrirspurn á info@bsiaislandi.is

(c) BSI 2013