BSI á Íslandi er eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2023, 5. árið í röð.

 

Greining Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum er nú unnin í fjórtánda sinn og er
BSI á Íslandi á meðal þeirra fyrirtækja sem hljóta þá viðurkenningu, fimmta árið í röð.

 


Framúrskarandi fyrirtæki 2023

Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.

BSI á Íslandi ehf er stolt af því að vera á lista Creditinfo 2018 – 2023. Við þökkum samstarfsaðilum og starfsmönnum okkar árangurinn.

HVAÐ GERIR FYRIRTÆKI FRAMÚRSKARANDI ?
Afreksfólk atvinnulífsins

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.
Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði sem eru listuð á heimasíðu Creditinfo.

 

 

(c) BSI 2013