BSI á Íslandi flytur í Skútuvog 1d

BSI á Íslandi heldur áfram að stækka og þróast og erum því að flytja alla starfsemi okkar í glæsilegt húsnæði í Skútuvog 1d (gengið inn frá Barkarvogi). Kvörðunarþjónusta okkar, sem hefur verið til húsa í Borgartúni 21 verður síðust í hús en við reiknum með að allir verði komnir undir sama þak í september.

Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað og er nú leiðandi í þjónustu á sviði úttekta, prófunar, þjálfunar og vottunar í takt við kröfur atvinnulífsins.
Við erum mjög spennt fyrir þessari breytingu sem jafnframt gefur okkur tækifæri til frekari þróunar til að þjónusta atvinnulífið enn frekar.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Starfsfólk BSI á Íslandi

(c) BSI 2013