BSI fyrst félaga til að votta samkvæmt ISO 9001:2015

ISO 9001_uppfaersla2015

BSI er fyrsti vottunaraðilinn til að fá alþjóðlega faggildingu hjá ANAB til að votta fyrirtæki og stofnanir samkvæmt kröfum í nýjum og uppfærðum ISO 9001:2015 staðli sem kom út núna í september.

Við erum mjög stolt af því að leiða þessa þróun í ISO 9001 og hjálpa viðskiptavinum okkar að ná en betri árangri á hagkvæman og skilvirkan hátt.
Ferlið hefur verið vandlega framsett til að tryggja hámarks gæði í þjónustu okkar til viðskiptavina sem auðveldar þeim skrefin í átt að ISO 9001:2015.

Nokkrar lykilbreytingar eru m.a.:

Uppfaersla_bullet_9001_2015 Áhersla á að byggja upp stjórnkerfi sem er aðlagað hverju fyrirtæki fyrir sig

Uppfaersla_bullet_9001_2015 Krafa um að æðstu stjórnendur fyrirtækja taki þátt í og beri ábyrgð á stjórnkerfinu og aðlagi gæði með víðtækari stefnu fyrirtækisins

Uppfaersla_bullet_9001_2015 Áhættumatsnálgun sem leiðir af sér forvarnir í öllu stjórnkerfinu og hvetur til stöðugra framfara

Uppfaersla_bullet_9001_2015 Minni áhersla á skjölun. Fyrirtækið ákveður sjálft hvaða skjöl eru mikilvæg og í hvaða formi þau skulu skjöluð

Uppfaersla_bullet_9001_2015 Samræmi á milli helstu stjórnkerfa með sambærilegum kjarna í uppbyggingu og texta


BSI á Íslandi getur nú boðið upp á námskeið í ISO 9001:2015 og þannig hjálpað fyrirtækjum og stofnunum að byrja strax undirbúning á uppfærslu- og innleiðingarferlinu.

ISO 9001_Namskeid

 

(c) BSI 2013