Frá og með 1. mars næstkomandi, mun BSI á Íslandi ehf taka við rekstri kvörðunarþjónustunnar sem rekin hefur verið undir merkjum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar áður Neytendastofu.
Stefnt er að því að starfsemin haldist sem mest óbreytt, en með tímanum vonumst við til að þróa þetta verkefni í takt við kröfur og væntingar viðskiptavina okkar.
Kvörðurnarþjónustan verður áfram í Borgartúni 21 fyrst um sinn en frekari breytingar verða kynntar síðar.
Bestu kveðjur,
Starfsfólk BSI á Íslandi ehf