Okkur er sönn ánægja að tilkynna um nýja heimasíðu BSI á Íslandi með nýju fersku útliti. Á heimasíðunni má finna góðar og skýrar upplýsingar um alla okkar þjónustu og tengsl við atvinnulífið. Á nýrri heimasíðu vonumst við til að efni og umsóknir verði aðgengilegri or skiljanlegri en áður. BSI á Íslandi býður upp á margskonar þjónustu fyrir atvinnulífið, allt frá því að votta og innleiða alþjóðlega stjórnkerfisstaðla hjá íslenskum fyrirtækjum til skipaskoðana, rafmagnsskoðana, úttekta á lyftum, löggildingu og kvörðun á flóknustu tækjum og mælum og margt fleira. Einnig býður BSI á Íslandi upp á alls kyns námskeið í innleiðingu og innri úttektum á algengustu stjórnkerfisstöðlum sem og sérsniðin námskeið til fyrirtækja eftir þörfum. Við munum áfram þróa vefinn til að mæta væntingum og tökum á móti öllum ábendingum í tölvupósti á info@bsiaislandi.is eða á vefspjallinu.
Ný heimasíða BSI á Íslandi
21. nóvember 2023 | Fréttir