BSI á Íslandi er með faggildingu samkvæmt kröfum ISO 17025:2017 fyrir hitamæla, vogir og lóð og stefnir á faggildingu í kvörðun á krafvægismælum (átaksmælum) og þrýstimælum fyrir íslenskt atvinnulíf. Þessi þjónusta er væntanleg á næsta ári og mun vera fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
BSI á Íslandi tók að sér rekstur faggiltrar kvörðunarþjónustu og mælifræðistofu í mars 2022 á grundvelli VIII kafla laga nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Frá þeim tíma hefur BSI á Íslandi tryggt öllum þjónustu sem hafa haft þörf á rekjanlegri kvörðun og faggiltri kvörðunarþjónustu fyrir hitamæla, vogir og lóð. BSI á Íslandi hefur einnig boðið uppá ófaggildar kvarðanir (skv. Staðli 6789:2017) og löggildingar fyrir átaksmæla, fjölmæla, rafmagnsmæla og þrýstimæla.
Faggildingin sem BSI á Íslandi hefur í dag er frá UKAS (United Kingdom Accreditation Service) og er BSI á Íslandi með faggildingarnúmerið 0823 (Calibration Laboratory No. 0823) sem þýðir að BSI á Íslandi er með faggildingu samkvæmt kröfum ISO/IEC 17025:2017 (General Requirements for the competence of testing and calibration laboratories) og erum faggilda kvörðunarþjónusta skv. ISO 17025.
Áætlað umfang faggiltra kvarðanna
Þrátt fyrir að íslensk fyrirtæki hafi notað þjónustu BSI á Íslandi fyrir ófaggilda kvörðun á átaksmælum og þrýstimælum þá hafa þau þurft hingað til að láta kvarða mælitækin sín hjá faggildum aðilum erlendis. Þörfin fyrir faggiltar kvarðanir hefur aukist með auknum kröfum hjá Samgöngustofu. Af þessum ástæðum hefur BSI á Íslandi ákveðið að taka þátt í þeirri vegferð og viljum geta boðið upp á þessa þjónustu á Íslandi Áætlað er að faggildingaferlið verði lokið á árinu 2024.