Archive | Fréttir

BSI á Íslandi flytur í Skútuvog 1d

BSI á Íslandi heldur áfram að stækka og þróast og erum því að flytja alla starfsemi okkar í glæsilegt húsnæði í Skútuvog 1d (gengið inn frá Barkarvogi). Kvörðunarþjónusta okkar, sem hefur verið til húsa í Borgartúni 21 verður síðust í hús en við reiknum með að allir verði komnir undir sama þak í september.

Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað og er nú leiðandi í þjónustu á sviði úttekta, prófunar, þjálfunar og vottunar í takt við kröfur atvinnulífsins.
Við erum mjög spennt fyrir þessari breytingu sem jafnframt gefur okkur tækifæri til frekari þróunar til að þjónusta atvinnulífið enn frekar.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Starfsfólk BSI á Íslandi

BSI á Íslandi tekur við rekstri kvörðunarþjónustunnar

Frá og með 1. mars næstkomandi, mun BSI á Íslandi ehf taka við rekstri kvörðunarþjónustunnar sem rekin hefur verið undir merkjum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, þar áður Neytendastofu.

Stefnt er að því að starfsemin haldist sem mest óbreytt, en með tímanum vonumst við til að þróa þetta verkefni í takt við kröfur og væntingar viðskiptavina okkar.

Kvörðurnarþjónustan verður áfram í Borgartúni 21 fyrst um sinn en frekari breytingar verða kynntar síðar.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk BSI á Íslandi ehf

BSI á Íslandi er eitt af Framúrskarandi / Fyrirmyndarfyrirtækjum ársins 2021

Greining Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum er nú unnin í tólfta sinn og eru Framúrskarandi fyrirtæki 2021 um 2% íslenskra fyrirtækja.

Jafnframt er BSI á Íslandi Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021 samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar.

Framúrskarandi / Fyrirmyndarfyrirtæki 2021


Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.

Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.

BSI á Íslandi ehf er stolt af því að vera á lista Creditinfo og Viðskiptablaðsins & Keldunnar. 2018 – 2021. Við þökkum samstarfsaðilum og starfsmönnum okkar árangurinn.

BSI á Íslandi er nýr löggildingaraðili voga

Neytendastofa hefur veitt BSI á Íslandi ehf. Skipholti 50c, umboð til að löggilda sjálfvirkar vogir og ósjálfvirkar vogir upp í 3.000 kg hámarksgetu.

BSI á Íslandi veitir þessa þjónustu um allt land og stefnir að því að hafa fastar starfstöðvar á Norðurlandi og Austfjörðum. Tæknilegur stjórnandi sviðsins er Hrafn Hilmarsson sem hefur áralanga reynslu á sviði löggildinga.

BSI á Íslandi ehf hefur verið faggild skoðunarstofa frá 2005 og hefur faggildingu fyrir rafmagnskoðanir, skoðanir gæðakerfa í byggingariðnaði og árlegar skoðanir leiksvæða, lyftna og skipa frá Faggildingarsviði Hugverkastofu.

Nýjar vogir – Samræmismat nýrra voga
Áður en vog er tekin í notkun þarf að fara fram samræmismat. Í samstarfi við tilnefndan aðila getur BSI á Íslandi boðið samræmismat fyrir allar vogir. Samræmismat felst í ítarlegri prófun á vog sem aðeins tilnefndir aðilar mega framkvæma. Þannig er hægt að veita heildarþjónustu með vogir, hvort sem þær eru nýjar eða í rekstri.

Nánari upplýsingar er að finna á vef bsiaislandi.is: Vogir

 

Hrafn Hilmarsson (Tæknilegur stjórnandi) og Edda Sif Oddsdóttir (Verkefnastjóri)

Yfirlýsing vegna Kórónuveirunnar (COVID-19)

COVID

Aðstæður vegna COVID-19 breytast hratt. BSI hefur hafið víðtækar aðgerðir til að vernda viðskiptavini og starfsfólk með því að lágmarka smithættu hvar sem við vinnum fyrir viðskiptavini og í rekstri okkar. Aðgerðir eru í samræmi við leiðbeiningar WHO og tilmæli landlæknis Íslands um forvarnir.

Skuldbinding við viðskiptavini BSI

Við höfum virkjað verklag við rekstrarsamfellu og viðbrögð við heimsfaraldri. Á áhættusvæðum vinnum við náið með viðskiptavinum okkar og teljum það samfélagslega ábyrgð okkar að veita áframhaldandi þjónustu á meðan við gerum allt til að draga úr hugsanlegri áhættu af völdum þessa faraldrar.

Meðal aðgerða okkar eru að:

Framkvæma úttektir með fjarfundabúnaði í stað heimsókna eins og mögulegt er, endurskipuleggjum áður skipulagðar úttektir og/eða metum áhrif af frestun.

Gætum þess að breytt verklag uppfylli kröfur reglna um faglega framkvæmd úttekta og innan skilgreinds tímaramma.

Nota fjarfundabúnað til að halda fundi, viðburði og námskeið þar sem það á við.

Ef þú þarft að ræða fyrirhugaða úttekt eða aðra þjónustu frá BSI er best að hafa samband við þjónustufulltrúa okkar á vefnum www.bsiaislandi.is, í síma 414-4444 eða með tölvupósti á info@bsiaislandi.is.

Hvernig tryggjum við öryggi starfsfólks?

Við höfum innleitt nokkrar aðgerðir til að vernda starfsfólk:

Starfsmenn eru upplýstir um forvarnaraðgerðir og leiðbeiningar fyrirtækisins á þessum tímum.

Eins og nauðsyn krefur eru starfsmenn búnir viðeigandi persónuhlífum til að koma í veg fyrir mögulegt smit.

Áður en til heimsókna kemur spyrjum við viðskiptavini okkar hvernig þeir stýra áhættu af COVID-19 eða hvort komið hafi upp tilfelli um smit.

Öllum ferðalögum sem ekki eru nauðsynleg vegna þjónustu hefur verið aflýst.

Starfsfólk hefur möguleika á að vinna heiman frá eins og þörf krefur og ef mögulegt er.

Aukið eftirlit er jafnframt með hollustuháttum og forvörnum á vinnustað okkar.

Reglulegar upplýsingar / uppfærslur
Við gerum okkur grein fyrir að viðskiptavinir vilja hafa heilsu, öryggi teymis og starfsmanna sinna í fyrirrúmi. BSI mun halda áfram að fylgjast með aðstæðum og gera breytingar á verklagi í samræmi við áhættu hverju sinni og mun upplýsa viðskiptavini tímanlega í gegnum hefðbundnar samskiptaleiðir.

Vakinn / Samstarf BSI á Íslandi og Ferðamálastofu

BSI á Íslandi ehf sér um úttektir og vottun í umboði Ferðamálastofu samkvæmt kröfum Vakans, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.

Tilgangur Vakans er að stuðla að aukinni gæða-, öryggis- og umhverfisvitund og hvetja til stöðugra umbóta og samfélagslegrar ábyrgðar í starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi.

Hlutverk BSI á Íslandi er að staðfesta að starfsemi þátttakenda Vakans sé í samræmi við kröfur Vakans og stuðla að því að vottaðir þátttakendur uppfylli gildandi viðmið.

Meginmarkmiðið með úttektum og vottun er að staðfesta að:

.. faglega er staðið að undirbúningi og framkvæmd þjónustu.
.. verklagsreglur séu til staðar í samræmi við kröfur Vakans.
.. verklagsreglur stuðli að stöðugum umbótum.
.. starfsmenn uppfylli viðmið Vakans um menntun og þjálfun.
.. starfsmenn hafi nauðsynlega þekkingu og hæfni til að veita viðeigandi þjónustu.

Með vottun skuldbinda fyrirtæki sig til að bæta þjónustu og auka ánægju viðskiptavina með stöðugum umbótum. Reglubundnar úttektir BSI á Íslandi eru til þess fallnar að hafa eftirlit með því að svo sé.

Almennar upplýsingar um Gæða- og umhverfisúttektir Vakans er að finna á vefsvæði Vakans.

Vertu með í Vakanum – Umsókn um tilboð

Allar nánari upplýsingar um úttektarferlið færðu á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur fyrirspurn á vakinn@bsiaislandi.is.

Störf í boði – Sérfræðingar í úttektum á stjórnkerfisstöðlum

BSI á Íslandi ehf. auglýsir eftir sérfræðingum í úttektum á stjórnkerfum samkvæmt kröfum ISO stjórnkerfisstaðla ásamt ÍST 85 (jafnlaunavottun).

Viðkomandi mun hljóta þjálfun hjá BSI í aðferðafræði úttekta og öðlast alþjóðleg réttindi. Um er að ræða starf á Íslandi en í alþjóðlegu umhverfi.

Viðkomandi sérfræðingur þarf að:

Hafa brennandi áhuga á stjórnkerfum og tengdum málefnum, gæðastjórnun, umhverfi, heilsu og öryggi.

Hafa þekkingu á stöðlum og geta framkvæmt úttektir með tilliti til krafna.

Undirbúa skýrslur m.a. á ensku og skila niðurstöðum til viðskiptavina.

Bjóða þjónustu BSI til viðskiptavina til að bæta enn frekar rekstur, stýra áhættu og auka árangur þeirra.

Stuðla að góðum samskiptum við viðskiptavini BSI til að viðhalda ánægju þeirra með þjónustu BSI.

Veita skjótar upplýsingar um þjónustu BSI, s.s. sérfræðiaðstoð um staðla og námskeið.

Þjálfa samstarfsmenn og aðstoða við innleiðingu og þjálfun nýrra samstarfsmanna eftir því sem við á.

Viðhalda og þróa eigin færni og þekkingu á stjórnkerfum.

Vera fulltrúi BSI, það er að starfa siðferðislega, fylgja reglum fyrirtækisins meðal annars um hlutleysi og trúnað ásamt því að bjóða þjónustu BSI samkvæmt bestu aðferðum til viðskiptavina svo að þeir geti hámarkað árangur sinn.

Hæfniskröfur starfs:

Starfsreynslu í vottuðu stjórnkerfi og alhliða þekking á viðskiptaferlum og beitingu gæða- , umhverfis-, upplýsingaöryggis- og/eða heilsu- og öryggisstjórnkerfi.

Háskólagráða sem nýtist í starfi s.s. í heilbrigðisgeira, verk-, tæknifræði eða raungreinum og geti sýnt fram á getu til faglegra vinnubragða.

Hafa góða íslensku og ensku kunnáttu – talað og ritað mál.

Reynsla af því að miðla þekkingu kostur s.s. með námskeiðum eða fyrirlestrum.

Þjónustulund og eiga gott með að starfa með öðrum.

Þekking á t.d. ÍST 85, ISO 9001 og ISO 14001, ISO 27001 og/eða OHSAS 18001 stöðlum.

Þekking á kröfum um CE merkingar er kostur.

Kunnátta/Reynsla í verkefnastjórnun er kostur.

Góð almenn starfsreynsla í mörgum starfsgreinum er kostur og víðtæk reynsla af vinnumarkaði.

Almenn tölvukunnátta.

 

Umsókn sendist á info@bsiaislandi.is merkt „BSI Sérfræðingur“.
Ráðning fer fram eftir samkomulagi.

BSI fyrst félaga til að votta samkvæmt ISO 9001:2015

ISO 9001_uppfaersla2015

BSI er fyrsti vottunaraðilinn til að fá alþjóðlega faggildingu hjá ANAB til að votta fyrirtæki og stofnanir samkvæmt kröfum í nýjum og uppfærðum ISO 9001:2015 staðli sem kom út núna í september.

Við erum mjög stolt af því að leiða þessa þróun í ISO 9001 og hjálpa viðskiptavinum okkar að ná en betri árangri á hagkvæman og skilvirkan hátt.
Ferlið hefur verið vandlega framsett til að tryggja hámarks gæði í þjónustu okkar til viðskiptavina sem auðveldar þeim skrefin í átt að ISO 9001:2015.

Nokkrar lykilbreytingar eru m.a.:

Uppfaersla_bullet_9001_2015 Áhersla á að byggja upp stjórnkerfi sem er aðlagað hverju fyrirtæki fyrir sig

Uppfaersla_bullet_9001_2015 Krafa um að æðstu stjórnendur fyrirtækja taki þátt í og beri ábyrgð á stjórnkerfinu og aðlagi gæði með víðtækari stefnu fyrirtækisins

Uppfaersla_bullet_9001_2015 Áhættumatsnálgun sem leiðir af sér forvarnir í öllu stjórnkerfinu og hvetur til stöðugra framfara

Uppfaersla_bullet_9001_2015 Minni áhersla á skjölun. Fyrirtækið ákveður sjálft hvaða skjöl eru mikilvæg og í hvaða formi þau skulu skjöluð

Uppfaersla_bullet_9001_2015 Samræmi á milli helstu stjórnkerfa með sambærilegum kjarna í uppbyggingu og texta


BSI á Íslandi getur nú boðið upp á námskeið í ISO 9001:2015 og þannig hjálpað fyrirtækjum og stofnunum að byrja strax undirbúning á uppfærslu- og innleiðingarferlinu.

ISO 9001_Namskeid

 

Krafa um gæðastjórnunarkerfi í byggingariðnaði – frá 1. janúar 2015

MVS_Þjónusta

Eftir 1. janúar 2015 skulu hönnuðir og hönnunarstjórar, byggingarstjórar og iðnmeistarar hafa innleitt gæðastjórnunarkerfi sem uppfyllir þær kröfur sem fram koma í byggingarreglugerð. Þessir aðilar skulu tilkynna Mannvirkjastofnun um gæðastjórnunarkerfi sitt til skráningar í gagnasafn Mannvirkjastofnunar, sbr.1. mgr. 13. gr., 2. mgr. 24. gr. og 7. mgr. 32. gr laga um mannvirki.

Mannvirkjastofnun hefur gefið út verklagsreglu sem gildir um allar skoðanir á gæðastjórnunarkerfum hönnuða og hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara. Markmið verklagsreglunnar er að tryggja samræmi í framkvæmd skoðana en þær verða framkvæmdar af skoðunarstofu fyrir hönd Mannvirkjastofnunar.

BSI á Íslandi hefur leyfi frá Mannvirkjastofnun til skoðunar á gæðastjórnunarkerfum skv kröfum byggingarreglugerðar.

Frekakari upplýsingar : Skoðun gæðastjórnunarkerfa

CE / EN 1090-1 kröfur á byggingarefni úr stáli og áli – frá 1. júlí 2014

EN 1090_1 byggingarefni_stál_ál

Til að uppfylla kröfur reglugerðar um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingavara (CPR) þarf framleiðsla á byggingarefni úr stáli og áli að uppfylla kröfur EN 1090-1 og vera CE merkt frá og með 1. júlí 2014.

Hvaðáhrif hefur þetta á þína starfssemi ?

Frá og með 1. júlí 2014 er krafa um að framleiðendur á byggingarefni úr stáli og áli uppfylli kröfur EN 1090-1 staðalsins. Eftir það er ólöglegt að framleiða byggingarefni úr stáli og áli og selja á Evrópska markaðssvæðinu án þess að CE merkja vöruna.

Hvað gerist ef varan er ekki CE merkt ?  

Varan þarf að vera CE merkt svo að hægt sé að markaðssetja hana og selja innan evrópska efnahagssvæðisins og þar með Íslandi. Auk þess er sá aðili sem skrifar undir yfirlýsingu fyrirtækis fyrir tilgreinda vöru, ábyrgur fyrir því að varan sé í samræmi við skilgreint nothæfi..


Þarftu aðstoð við CE merkingar?

Hafðu samband við skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendu okkur póst á info@bsiaislandi.is –  Við höfum sérþekkingu á kröfum CE merkinga.

(c) BSI 2013