Archive | Fréttir

Markaðseftirlits raffanga

BSI á Íslandi ehf mun annast framkvæmd markaðseftirlits raffanga næstu þrjú árin

Þann 3. apríl 2013 var, að undangengnu útboði á vegum Ríkiskaupa, undirritaður samningur milli Mannvirkjastofnunar og BSI á Íslandi ehf um framkvæmd markaðseftirlits með rafföngum. Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér að BSI á Íslandi, sem er faggilt skoðunarstofa, tekur að sér skoðun raffanga á markaði hér á landi undir stjórn Mannvirkjastofnunar, samkvæmt skilgreindum verklags- og skoðunarreglum.

Á meðfylgjandi mynd undirrita Árni H. Kristinsson framkvæmdastjóri BSI á Íslandi ehf. og Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar samninginn.

Undirritun markaðseftirlit

Skipaskoðun á Vestfjörðum

Magnús Jónsson hefur verið ráðin sem skipaskoðunarmaður á Vestfjörðum.

Hann er skipstjóri og réttindamaður í trefjaplastssmíði og sér um skoðanir á Vestfjörðum og Snæfellsnesi og tekur á móti pöntunum í síma 892-7139.

Magnús er staðsettur á Patreksfirði.  Nánari upplýsingar um þjónustu skipaskoðunarsviðs má finna hér.

 

 

Starfsleyfi fyrir skipaskoðanir

Skipaskoðun um allt land

BSI á Íslandi ehf fékk í byrjun árs 2009 starfsleyfi til að framkvæma skoðanir á skipum og hefur ráðið til sín alla skoðunarmenn sem áður störfuðu hjá Skipaskoðun Íslands sem nú hefur hætt slíkum skoðunum. Skipaskoðunarsvið okkar leggjum áherslu við metnað okkar í að bjóða faglegar og hagkvæmar skoðanir.

(c) BSI 2013