CE / EN 1090-1 kröfur á byggingarefni úr stáli og áli – frá 1. júlí 2014

EN 1090_1 byggingarefni_stál_ál

Til að uppfylla kröfur reglugerðar um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingavara (CPR) þarf framleiðsla á byggingarefni úr stáli og áli að uppfylla kröfur EN 1090-1 og vera CE merkt frá og með 1. júlí 2014.

Hvaðáhrif hefur þetta á þína starfssemi ?

Frá og með 1. júlí 2014 er krafa um að framleiðendur á byggingarefni úr stáli og áli uppfylli kröfur EN 1090-1 staðalsins. Eftir það er ólöglegt að framleiða byggingarefni úr stáli og áli og selja á Evrópska markaðssvæðinu án þess að CE merkja vöruna.

Hvað gerist ef varan er ekki CE merkt ?  

Varan þarf að vera CE merkt svo að hægt sé að markaðssetja hana og selja innan evrópska efnahagssvæðisins og þar með Íslandi. Auk þess er sá aðili sem skrifar undir yfirlýsingu fyrirtækis fyrir tilgreinda vöru, ábyrgur fyrir því að varan sé í samræmi við skilgreint nothæfi..


Þarftu aðstoð við CE merkingar?

Hafðu samband við skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendu okkur póst á info@bsiaislandi.is –  Við höfum sérþekkingu á kröfum CE merkinga.

(c) BSI 2013