Reglugerð um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingarvara
Hvaða áhrif hefur reglugerðin um samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu byggingavara (CPR) á þína starfssemi ?
Ný reglugerð tók gildi í júlí 2013 þar sem skilyrt er að CE merkja þarf allar byggingavörur sem falla undir samhæfða evrópska staðla (EN) eða tæknisamþykki (ETA).
Reglugerðin (CPR 305/2011) er sett fram til að tryggja áreiðanlegar upplýsingar um notkun og frammistöðu byggingavara ásamt því að veita samræmd skilyrði fyrir markaðssetningu þeirra.
Hvað gerist ef varan er ekki CE merkt ?
Varan þarf að vera CE merkt svo að hægt sé að markaðssetja hana og selja innan evrópska efnahagssvæðisins. Auk þess er sá aðili sem skrifar undir yfirlýsingu fyrirtækis fyrir tilgreinda vöru, ábyrgur fyrir því að varan sé í samræmi við skilgreint nothæfi.
Hvernig fær vara CE merkingu ?
Áður en að CE merkingu kemur þarf að greina hvaða staðlar eiga við þá vöru sem framleidd er. Vöruflokkar sem falla m.a. undir CPR eru t.d. :
Einangrun | Eldvarnar/reyk- gluggar og hurðir | Gluggar og útihurðir
Innihurðir | Járnvara | Límtré | Plaströr | Sement
Steypueiningar | Timbureiningar | Tréburðarvirki
Einfalt ferli við CE merkingar hjá BSI
Að uppfylla kröfur getur verið flókið ferli og virðist oft erfitt í framkvæmd. Kröfur CE merkingar eru misjafnar á milli staðla, sérfræðingar okkar þekkja þessar kröfur og geta hjálpað þér í gegnum ferlið, skref fyrir skref. Allt frá því að greina viðeigandi staðla til þess að skila inn réttri umsókn um CE merkingu fyrir þína vöru.
Settu þig í samband við skrifstofu okkar og
fáðu aðstoð við CE merkingu.
Hverjir falla undir reglugerðina ?
Til þess að falla undir reglugerðina (CPR) þarf varan að vera í samræmi við tilætlaða notkun samkvæmt samhæfðum evrópskum stöðlum (EN) þar sem sagt er til um hvaða aðferðum framleiðandi skal beita til að meta nothæfi byggingarvöru.
Ef fyrirtæki framleiða eða flytja inn vörur sem falla undir reglugerðina er það skylda að setja fram yfirlýsingu til hvaða nota varan er ætluð og felst í henni greining á því hvaða mikilvægu eiginleika varan hefur og þannig hvaða eiginleikar hennar tengjast grunnkröfunum fyrir mannvirki. Með yfirlýsingu ábyrgist framleiðandinn samræmi byggingarvörunnar við tilgreint nothæfi og í mörgum tilfellum er gerð krafa um staðfestingu óháðs aðila (tilkynntur aðili) á nothæfi byggingarvörunnar.
Tilkynntur aðili (Notified Body)
Aðalhlutverk tilkynntra aðila við CE merkingar er að veita þjónustu við framkvæmd samræmismats. Aðildarríkjum ber að tilkynna framkvæmdastjórninni og öðrum aðildarríkjum um aðila sem hafa heimild til að framkvæma samræmismat. Þessum aðilum er heimilt að starfa á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og gilda niðurstöður þeirra óháð landamærum.
BSI á Íslandi er umboðsaðili BSI Group (British Standards Institution).
Sem tilkynntur aðili getur BSI boðið upp á víðtæka þjónustu sem snýr að CE merkingum sem gerir fyrirtækjum kleift að standast kröfur samræmismats og merkja vörur sínar CE merkinu.
BSI þekkir hvað þarf til að standast kröfur á hvaða markaði sem er, hvar sem er í heiminum og aðstoðar fyrirtæki inn á nýja markaði, hámarka möguleika á núverandi markaði og við áhættumat.
Sjálfstæði
Einn helsti styrkleiki BSI er sjálfstæði þess. BSI er ekki í eigu ríkis, iðnaðar eða hluthafa sem þýðir að við erum óháðir aðilar og algjörlega hlutlausir í úttektum okkar og samræmismati.