Tæknisamþykki

CE Byggingavörur5 kerfi til staðfestingar á samræmi um nothæfi byggingavara

Innan CPR eru skilgreind 5 kerfi (staðfest samræmi á nothæfi) fyrir vöruflokka sem er að finna innan viðeigandi samræmds staðals (EN). Innan kerfis er skilgreint hvaða aðili er ábyrgur fyrir hverju verkefni fyrir sig.

Í öllum tilfellum ber framleiðandi ábygð á að starfa eftir framleiðslutjórnunarkefi sem ræðst af viðeigandi staðli og áætlun um sýnatöku.

Staðfesting á samræmi er byggt á öryggi vöru við ísetningu og notkun þar sem vöur í kerfi 1 eru mjög háðar öryggi á meðan að vörur í kerfi 4 eru það ekki (1 – efni í burðarvirki / 4 – efni til skreytingar). Þar sem vörur eru háðar öryggi er prófun, eftirlit og vottun venjulega á ábyrgð tilkynnts aðila (BSI Group). Aðrar hættuminni vörur eru hinsvegar venjulega CE merktar í framhaldi af eigin yfirlýsingu framleiðanda með minni þátttöku þriðja aðila (tilkynnts aðila).

Tæknisamþykki

Verkefni / ábyrgð aðila innan kerfis má sjá í töflu

Í öllum tilfellum, er krafa um framleiðslustjórnun sem svipar til gæðastjórnunarkerfa.

  • Ef fyrirtæki starfar skv ISO 9001 geta kröfur verið uppfylltar innan þess
  • Fyrir staðfestingar á samræmi innan 1+ og 1 þarf að fá EC vottorð um stöðugleika í notkun, gefið út af tilkynntum aðila.
  • Fyrir staðfestingar á samræmi innan 2+ þarf að fá EC vottorð um framleiðslustjórnun, gefið út af tilkynntum aðila.
  • Fyrir staðfestingar á samræmi innan 2+ og 4 þarf að gera upphafsprófun og setja upp eigin yfirlýsingu um nothæfi byggt á eiginleikum vöru skv viðeigandi staðli.
  • Fyrir staðfestingar á samræmi innan 3, 1+ og 1 þarf þátttöku tilkynnts aðila til upphafsprófunar.
  • Fyrir staðfestingar á samræmi innan 4 þarf yfirlýsingu um nothæfi frá framleiðanda án kröfu um þátttöku tilkynnts aðila.

(c) BSI 2013