Vélatilskipun

CE VélarNýleg reglugerð um vélar og tæknilegan búnað hefur tekið gildi og er reglugerðin til innleiðingar á Evróputilskipun nr. 2006/42, sem oft er kölluð vélatilskipunin. Reglugerðin leysir af hólmi eldri reglur frá 2001 og verða við þetta nokkrar breytingar sem snúa að þeim er hanna og smíða búnað sem heyrir undir gildissvið reglugerðarinnar. Eru þær helstar að nú skal framleiðandi búnaðar sem smíðaður er hér á landi vinna áhættumat á hönnunarstigi búnaðarins og einnig að CE-merkja skal búnað sem heyrir undir reglugerðina.

Áhættumat

Framleiðandi búnaðar sem smíðaður er hér á landi skal vinna áhættumat á hönnunarstigi búnaðarins og grípa til nauðsynlegra varnaðarráðstafanir í framhaldi af niðurstöðu matsins. Er þetta gert til að tryggja að vinnuverndar- og öryggissjónarmið séu höfð til hliðsjónar strax frá upphafi við hönnun og smíði búnaðar sem notaður er á vinnustöðum. Áhættumatið skal vera aðgengilegt ásamt með öðrum upplýsingum um búnaðinn og verða hluti af tækniskjölum búnaðarins.

CE-merking

Skýrt er kveðið á um að CE-merkja skal búnað sem heyrir undir reglugerðina og skal EB-samræmisyfirlýsing liggja fyrir. Á þetta um allan búnað sem heyrir undir gildissvið reglugerðarinnar. EB-samræmisyfirlýsing skal vera aðgengileg þeim er óska eftir henni.

Auk ofangreinds eru ýmsar minniháttar breytingar gerðar frá eldri reglum.

Þarftu aðstoð við CE merkingar eða áhættumat?

Hafðu þá samband við skrifstofu okkar í síma 414-4444 eða sendu okkur póst.

(c) BSI 2013