Eurogarant markaðssetur sig yfirleitt gagnvart trygginga- og kaupleigufélögum en einnig gagnvart neytendum, bifreiðaeigendunum.
Í mörgum löndum hefur staðallinn aukið traust og eftirsókn þeirra verkstæða sem hafa hlotið vottun.
Eurogarant eykur ánægju viðskiptavina,
starfsmanna og verkstæða
Broskallakerfið eykur gagnsæi og traust og er hluti af því markmiði að setja viðskiptavininn í fókus.
Eurogarant-meðlimir þurfa að uppfylla tilteknar kröfur:
• Kröfur um yfirbragð verkstæðisins, að innan sem utan
• Lánsbílar
• Búnaður og verkfæri á verkstæðum
• Stöðugt eftirlit með verkfærum
• Eftirfylgni við lagakröfur
• Sjálfskoðun hvað varðar gæði vinnunnar
• Þátttaka stjórnenda og starfsfólks í endurmenntum
• 3 ára ábyrgð á viðgerð og 2 ára ábyrgð á málningarvinnu
• Notkun á viðeigandi leiðbeiningum, frá bílaframleiðendum, málningarframleiðendum og Eurogarant
• Þátttaka í Eurogarant Forum
Traust gangvart viðskiptavininum
Líta skal á aðild að Eurogarant sem fjárfestingu í breytingum. Aðild að Eurogarant hefur gert fjölda málningar- og réttingaverkstæða í öðrum löndum kleift að auka tekjur sínar með skýrri markaðsetningu, auknum gæðum og ánægju viðskiptavina.
Áhrifin gagnvart tryggingafélögum er margsönnuð og í mörgum Evrópulöndum er ekki lengur mögulegt að taka við tjónum án þess að vera meðlimur í Eurogarant. Í Danmörku hafa tryggingafélög þegar viðkurkennt Eurogarant-staðalinn.
Vottunarskírteini
Eftir að hafa farið í gegnum skoðun og hlotið samþykki fá öll Eurogarant-verkstæði vottunarskírteini frá Eurogarant, sem er endurnýjað árlega.