Frá
til
Námskeiðslýsing
Vel undirbúnu fyrirtæki / stofnun gengur almennt betur að innleiða jafnlaunakerfi og uppfylla kröfur staðalsins. Starfsmenn læra hvernig þeir geta gert fyrirtækinu kleift að fylgja þeim kröfum sem ÍST 85:2012 setur.

Ávinningur námskeiðs
- Að hafa öðlast þekkingu á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.
- Geta skilið kröfur hans.
- Geta gert drög að innleiðingaráætlun.
- Unnið helstu skjöl sem krafist er um.
- Skilið hvernig vinna eigi að úrbótum.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir starfsmenn (mannauðsstjóra, launafulltrúa, æðstu stjórnendur ofl.) skipulagsheilda sem eru með vottað jafnlaunakerfi og eru að taka að sér ábyrgð í jafnlaunakerfinu.Einnig hentar námskeiðið þeim sem eru að innleiða jafnlaunakerfi.
Nánari upplýsingar
Lengd námskeiðs: 1 dagur, kennt frá 09:00 – 16:00
Námskeiðsgögn eru á íslensku
Leiðbeinandi: Sérfræðingur frá BSI á Íslandi
Verð: 89.000 kr
– innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námskeiðsgögnum.
Viðskiptavinir BSI eru með 10% afslátt af námskeiðum.
20% afsláttur er veittur af öðrum þátttakanda ef þátttakendur eru fleiri en einn frá sama fyrirtæki/stofnun.
Aðgangur að staðlinum ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi
Kröfur og leiðbeiningar
Lesaðgangur að staðlinum ÍST 85 er opinn öllum á Íslandi með ákveðnum skilmálum samkvæmt samningi milli Staðlaráðs Íslands og velferðarráðuneytis.
Staðallinn er aðgengilegur hér, án endurgjalds.
Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15
Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!