Frá
til
Námskeiðslýsing
Tveggja daga námskeið sem undirbýr þátttakendur fyrir þróun og innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis á sínum vinnustað. Þátttakendur munu í lok námskeiðs geta gert áætlanir sem uppfylla kröfur alþjóðastaðla. Þar með getur fyrirtækið/stofnunin skráð formlega aðgerðaráætlun sína samkvæmt ISO 14001 og/eða EMAS.
Uppbygging námskeiðsins
Dagskrá námskeiðsins byggir á samþættingu fræðilegrar umfjöllunar um umhverfisstjórnun og hagnýtra dæma auk æfinga (case study) þar sem þátttakendur fá tækifæri til að spreyta sig á raunverulegum tilvikum á innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis.
Ávinningur námskeiðs
- Gerir fyrirtækjum kleift að meta stöðu umhverfisstjórnunar og bera stjórnkerfið saman við það sem er efst á baugi í málaflokknum
- Eykur hæfni til að þróa og innleiða umhverfisstjórnunaráætlun auk formlegrar skráningar samkvæmt ISO 14001 / EMAS
Helstu umfjöllunarefni
- Skuldbinding æðstu stjórnenda við innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis
- Markviss úttekt. Hvar fyrirtækið er statt með tilliti til umhverfisstjórnunar?
- Skipulagning umhverfisstjórnunar innan skipulagsheildar
- Skipulagning innleiðingarferils á umhverfisstjórnunarkerfi
- Þróun umhverfisstefnu
- Þróun og skilgreining mikilvægra markmiða og áfanga
- Greining og innleiðing mælanlegra þátta umhverfisáhrifa
- Skilvirk áætlun samskipta og þjálfunar um umhverfismál
- Eftirlit með innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfisins
- Að auka skilning á reglubundnum úttektum umhverfismála
- Að skapa þekkingu á vottun eða sannprófun umhverfisstjórnunarstöðlum
- Næstu skref: að innleiða stöðugar umbætur umhverfisstjórnunarkerfisins
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir starfsmenn, stjórnendur og fleiri innan skipulagsheilda sem eru að innleiða eða vinna eftir gæðastjórnunarkerfum. Fyrir þá sem vilja bæta við sig sérfræðiþekkingu og skilning á innleiðingarferli ISO 14001.
- Stjórnendur sem bera ábyrgð á umhverfi, gæðum, heilsu og öryggi
- Starfsfólk með grunnþekkingu á stjórnunarkerfisstöðlum
- Fyrir þá sem vilja sérfræðiþekkingu og skilning á innleiðingarferli ISO 14001
- Þá aðila sem vilja bæta árangur og verklag
- Stjórnendur/verkefnastjórar sem eru ábyrgir fyrir þróun og stjórnun breytinga
- Að auki er námskeiðið kjörið fyrir alla starfsmenn fyrirtækja sem taka þátt í uppbyggingu og innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis
Nánari upplýsingar
Lengd námskeiðs: 2 dagar, kennt frá 9.00 – 16.00
Námskeiðsgögn eru á ensku
Leiðbeinandi: Sérfræðingur frá BSI á Íslandi
Hámarksfjöldi þátttakenda: 12 manns
Verð: 168.000 kr.
– innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námsskeiðsgögnum.
Viðskiptavinir BSI eru með 10% afslátt af námskeiðum.
20% afsláttur er veittur af öðrum þátttakanda ef þátttakendur eru fleiri en einn frá sama fyrirtæki/stofnun.
Þátttakendur fá skírteini frá BSI að námskeiði loknu.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendið tölvupóst á namskeid@bsiaislandi.is
Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15
Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!