BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

ISO 27001:2022 – Upplýsingaöryggi – Kröfur, breytingar og úttektir
Kröfur fyrir upplýsingaöryggi - ISO 27001

Frá

til

janúar 15, 2024

Námskeiðslýsing

Upplýsingaöryggi er afar mikilvægt fyrir skipulagsheildir og hagsmunaaðila. BSI hefur þróað yfirgripsmikið eins dags námskeið sem fer ítarlega yfir áhrif ISO 27001 á upplýsingaöryggisstjórnun.

Ávinningur námskeiðs

Þú munt öðlast skilning á skilvirkri upplýsingaöryggisstjórnun fyrir skipulagsheildina, hagsmunaaðila og vernd upplýsinga með áherslu á trúnað, réttleika gagna og tiltækileika.

Að loknu þessu námskeiði muntu geta:

  • Skilgreint breytingarnar á ISO/IEC 27001:2022
  • Ákvarðað hvernig á að nota ISO/IEC 27002:2022 við stjórnun á ISO 27001 stýringum
  • Sýnt öðrum hvernig á að innleiða breytingar á ISO/IEC 27001:2022
  • Þekkt þær kröfur sem þar að uppfylla til að yfirfæra yfir í nýja útgáfu af ISO/IEC 27001:2022

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir starfsmenn, æðstu stjórnendur ofl. skipulagsheilda sem sem eiga að innleiða og sjá um uppsetningu ISO 2700.

  • Alla stjórnendur
  • Fulltrúa stjórnenda fyrir ISO/IEC 27001
  • Upplýsingatæknistjóra
  • Kerfisstjóra
  • Upplýsingaöryggisfulltrúa
  • Alla sem koma að ráðgjöf eða vinnu við innleiðingu ISO/IEC 27001
  • Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa skilning á ISO 27001 og ISO 17799
  • Fyrir þá sem vilja sérfræðiþekkingu og skilning á ISO 27001
  • Starfsfólk með grunnþekkingu á stjórnunarkerfisstöðlum
  • Þá aðila sem vilja bæta árangur og verklag

Nánari upplýsingar

Lengd námskeiðs: 1 dagur, kennt frá 09:00 – 16:00
Námskeiðsgögn eru á ensku
Leiðbeinandi: Örn Alexandersson
Hámarksfjöldi þátttakenda: 12 manns

Verð: 118.000 kr
– innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námskeiðsgögnum.Viðskiptavinir BSI eru með 10% afslátt af námskeiðum.
20% afsláttur er veittur af öðrum þátttakanda ef þátttakendur eru fleiri en einn frá sama fyrirtæki/stofnun.


Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is.

Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15

Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!

info@bsiaislandi.is

414-4444

Hafðu samband