BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

Framtíð ferðaþjónustu

Ferðaþjónusta á heimsvísu hefur náð að byggjast upp að nýju eftir heimsfaraldur og er komin upp í um 80-95% af því sem var fyrir heimsfaraldur. Framtíðarspár gera ráð fyrir miklum vexti næsta áratuginn. Talið er að ferðalög og ferðaþjónusta muni vaxa að meðaltali 5,8% á ári til ársins  2032. Skortur er á vinnuafli í ferðaþjónustugreinum eftir afleiðingar heimsfaraldurs sem er mjög áhættusamt fyrir greinina. Ferðaþjónustugreinar í heild sinni þurfa að endurskoða rekstur sinn í grundvallaratriðum til að geta verið sjálfbærar í framtíðinni. Laða þarf fólk að störfum í greininni með breyttri þjónustu, vörum og ferlum. Ljóst er að starfsmenn í ferðaþjónustu þurfa að skerpa á tæknilegri hæfni og þekkingu en einnig er þörf á því að bæta vinnuaðstæður. Líklegt er að ferðaþjónustufyrirtækin muni taka upp gervigreind (IA) til að fullkomna notendaupplifun hjá viðskiptavinum sínum. Talið er að sjálfvirkni og rafvæðing gagna muni aukast í framtíðinni. Sú staðreynd kallar á endurskilgreiningu ferla og breytingar í stjórnun og rekstri.

Ferðaþjónusta á Íslandi

Sjálfbærni sem og jafnvægi eru mikilvægir þættir í einni af stærstu atvinnugrein á Íslandi. Í framtíðarsýn stjórnvalda varðandi íslenska ferðaþjónustu til ársins  2030 kemur fram að Íslandi eigi að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Gæti þurft  jafnvægis milli verndar og hagnýtingar og leggja þurfi áherslu á samhæfingu og skilvirkni þvert á stjórnsýslu í samvinnu við hagaðila. Þróun ferðaþjónustu þurfi að byggja á gögnum, reynslu og  niðurstöður álagsmats þurfa að vera notaðar við ákvarðanatöku og stefnumótun.

ISO staðlar og Vakinn

Skammstöfunin ISO stendur fyrir (International Organization for Standardization) sem er sjálfstæð og alþjóðleg stofun sem þróar alþjóðastaðla. Tilgangur staðlanna er að tryggja afkastagetu, gæði og öryggi á kerfum, vörum og þjónustuþáttum.

Hægt er að innleiða ISO gæðastjórnunarstaðla og votta í öllum atvinnugreinum og öllum stærðum fyrirtækja og stofnana.

Algengustu staðlar í ferðaþjónustugeiranum eru nú:

Jafnframt eru nýlegir staðlar sem taka sérstaklega á kröfum til sjálfbærnismála, öryggi og aðgengi í ferðaþjónustu. Þeir eru:

  • ISO 21401, Tourism and related service – Sustainability management system for accommodation establisments -Requirements.
  • ISO 21101, Adventure tourism -Safety management systems -Requirements
  • ISO/TS 22176, Tourism and related services – Accesible tourism for all – Requirements and recommendations

Þar að auki er Vakinn, vottun fyrir ferðaþjónustuaðila sem unnin var í samráði við Ferðamálastofu (Icelandic Tourist Board).
BSI á Íslandi framkvæmir úttektir og vottun í umboði Ferðamálastofu eftir kröfum Vakans sem er gæða-og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.

Af hverju British Standard Institution

BSI (British Standards Institution) er stofnað árið 1901 og er leiðandi aðili í sérfræðiþjónustu til stofnana og fyrirtækja um allan heim. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 4600 starfsmenn og veita þjónustu í 192 löndum. 

Þjónustueiningar BSI skiptast í eftirfarandi hluta:  

Staðlagerð 

BSI er leiðandi á heimsvísu í gerð staðla. Það er hægt að nálgast staðla allt frá verndun höfundaréttar til tæknilegrar lýsingar á einstökum kerfum.  

Úttektir og vottanir

Faggildar úttektir á stjórnkerfum. Viðskiptavinir BSI group eru yfir 84.000.  

Vöruprófanir

 BSI prófa margar vörur á ýmsum sviðum, t.d í; 

  • byggingariðnaði
  • brunavörnum
  • rafmagns- og lækningatæki gangvart stöðlum (CE merkingar) ásamt því að vera leiðbeinandi við þróun á nýjum vörum.  

BSI er jafnframt tilkynntur aðili fyrir 11 reglugerðir eða tilskipanir Evrópusambandsins. 

Námskeið 

  • BSI Learning er leiðandi aðili í námskeiðum fyrir stjórnkerfisstaðla, verklag og alþjóðlegar kröfur.
  • Flest þessara námskeiða eru kennd hérlendis en jafnframt er hægt að sækja sértæk námskeið erlendis á vegum BSI.

Árlega fá um 200.000 aðila þjálfun frá sérfræðingum BSI Group.  Á skrifstofu BSI á Íslandi færðu allar nánari upplýsingar um þjónustu BSI.  

Tengdar þjónustur

Þjónustuver og netspjall

Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15

Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!

info@bsiaislandi.is

414-4444

Show Buttons
Hide Buttons
Hafðu samband