Gæðaúttektir á verkstæðum

Í ljósi þeirrar reynslu sem nú hefur fengist af kröfum BGS staðalsins hefur hann verði uppfærður í útgáfu 5.0 2013. Litlar breytingar hafa verið gerðar á grunnkröfum staðalsins. Helstu breytingarnar eru til að mæta kröfum um faglegri vinnubrögð við rúðuskipti. Því hefur verið bætt við staðalinn viðauka með kröfum til aðila sem vilja fá vottun um að mega framkvæma rúðuskipti. Fyrir þá sem eru þegar BGS vottaðir þurfa þeir ekki að sækja um þetta sérstaklega en þurfa formlega að óska eftir því við BSI á Íslandi. Með vottun á rúðuskiptum verða þau verkstæði sérstaklega skráð sem slík. Dæmi um umfang starfsemi: Málningar- og réttingarverkstæði og rúðskipti.

Hvetjum við þá aðili er vilja frá frekari upplýsingar að hafa samband við BSI á Íslandi í síma 414-4444 eða netfang info@bsiaislandi.is

 

BGS vottun

BGS vottun er gullið tækifæri til að bæta þjónustuna á hagkvæman og þægilegan hátt og örva viðskiptin.

Í umboði Bílgreinasambandsins sér BSI á Íslandi um úttektir og vottun á stjórnkerfum verkstæða samkvæmt kröfum BGS staðalsins.

Tilgangur vottunar er að auka gæði þjónustu og ánægju viðskiptavina bifreiðaverkstæða, vélaverkstæða, málningarverkstæða, réttingarverkstæða, smurstöðva, söluaðila notaðra varahluta og rúðuverkstæða.

Með vottun skuldbinda fyrirtæki sig til að bæta þjónustu og auka ánægju viðskiptavina með stöðugum umbótum. Reglubundnar úttektir BSI á Íslandi eru til þess fallnar að hafa eftirlit með því að svo sé.

Staðlinum er dreift án endurgjalds. Hafið samband við BSI á Íslandi með því að velja tenginguna neðar á síðunni. BSI sendir eintak af staðlinum um hæl.

Námskeið í boði:

Námskeið fyrir BGS innleiðingu á BGS staðalinum eru nú í boði hjá IÐUNNI Fræðslusetri.

Mynd af BGS kynningarbæklingi

 

Sækja kynningarbækling með umsóknareyðublaði   Sendu mér eintak af staðlinum í tölvupósti –

(c) BSI 2013