FRM – Gæðavottun bifreiðaverkstæða

Gæðastaðall verkstæða – FRM

Gæðastaðall verkstæða skilgreinir kröfur til réttinga- og málningarverkstæða til að tryggja gæði þjónustu og fá viðurkenningu á hæfni verkstæðis til að gera við tjónabíla og gefa út vottorð um viðgerðir tjónabíla. Jafnframt skal tryggja að viðeigandi kröfum laga og reglugerða sé mætt, svo sem starfsleyfi og ábyrgðartrygging verkstæðis.

Lykilþættir gæðastaðals FRM

Gæðastefna
Yfirlýst gæðastefna fyrirtækisins skal vera skráð svo og stefna stjórnenda um áætlanir þeirra varðandi öll gæðamál innan fyrirtækisins. Stjórnendur skulu kynna stefnuna fyrir starfsmönnum verkstæðisins og sjá til þess að henni sé framfylgt. Í stefnunni þarf meðal annars að koma fram:
  Ábyrgð
  Ferlar
  Þjónusta
  Þjálfun og þekking starfsmanna
  Endurmat og úrbætur

Gæðakerfi
Verkferlum lýst og hvernig kröfum staðals er uppfyllt með áherslu á rekjanleika.

Gæðastjórnun
Stýring gæða innan kerfisins.

Tæknistjóri
Sá aðili innan verkstæðis sem ber ábyrgð á allri tæknilegri framkvæmd verka.

Dæmi um áherslur samkvæmt kröfum gæðastaðals verkstæða
  Vinnuferli – Skjalfestar verklagsreglur
  Verklýsing
  Burðarvirkismæling
  Afhendingarskoðun
  Starfsfólk
  Búnaður verkstæðis
  Kvartanir – lofsamleg ummæli
  Úrbætur
  Eftirlit – úttekt*
*BSI á Íslandi sér um úttektir samkvæmt kröfum staðalsins í umboði FRM.

(c) BSI 2013