ISO 9001:2015 & ISO 14001:2015 – Helstu upplýsingar

ISO 9001_2015_ny utgafa

ISO 9001 er vinsælasti stjórnkerfisstaðall heims og hefur hjálpað fyrirtækjum og stofnunum að auka gæði þeirra og rekstrarafkomu síðan hann kom fyrst út hjá BSI sem BS 5750 árið 1979.

Ný útgáfa staðalsins, ISO 9001:2015, tryggir að hann sé í takt við þarfir markaðsins í dag og hjálpi fyrirtækjum og stofnunum að auka gæði þeirra og rekstrarafkomu enn frekar.

Á þessari síðu eru ýmsar gagnlegar upplýsingar um uppfærsluna, ef þú hefur frekari spurningar þá hikar þú ekki við að hafa samband.

ISO 9001_2015 Timarammi fyrir uppfærslu

Öll fyrirtæki og  stofnanir sem eru vottuð samkvæmt ISO 9001:2008 þurfa að vera búin að uppfæra stjórnkerfi sitt samkvæmt nýju kröfunum í september 2018.

ISO 9001_2015 Undirbúningur fyrir uppfærslu og innleiðingu

Það er betra að byrja að vinna að innleiðingu á uppfærslu sem fyrst til njóta ávinnings sem nýr staðall býður upp á.

Uppfærsla á ISO 9001 tryggir að staðallinn:

.. einfaldi skjölun í takt við nýja tækni
.. endurspegli sífellt flóknara starfsumhverfi fyrirtækja og stofnanna
.. að gæðastýring sé samþætt og í takt við stefnu fyrirtækja og stofnanna
.. auðveldi samþættingu stjórnkerfa
.. veiti stöðugan ramma til næstu 10 ára
.. endurspegli þarfir starfsmanna, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila
.. bæti árangur þvert á fyrirtæki og stofnanir

BSI_ISO 9001:2015 breytingar a kröfum eftir köflum


ISO 9001:2015 Uppfærsla og innleiðing

Ekki hika við að hafa samband við skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða senda okkur póst á info@bsiaislandi.is ef þig vantar frekari upplýsingar um ISO 9001:2015

(c) BSI 2013