Í umboði VR sér BSI á Íslandi um jafnlaunaúttektir hjá fyirtækjum og stofnunum.
Jafnlaunavottun VR felur í sér faglega úttekt innan fyrirtækja og stofnana á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör karla og kvenna. Öll fyrirtæki og stofnanir á íslenskum vinnumarkaði geta sótt um Jafnlaunavottun VR, óháð stéttarfélagsaðild starfsmanna.
Fyrirtæki sem óska eftir Jafnlaunvottun VR er bent á að hafa samband við skrifstofu VR eða með því að senda erindi til vottun@vr.is.
Nánari upplýsingar um Jafnlaunavottun VR má finna á vefnum http://jafnlaunavottun.vr.is