Krafa um gæðastjórnunarkerfi í byggingariðnaði – frá 1. janúar 2015

MVS_Þjónusta

Eftir 1. janúar 2015 skulu hönnuðir og hönnunarstjórar, byggingarstjórar og iðnmeistarar hafa innleitt gæðastjórnunarkerfi sem uppfyllir þær kröfur sem fram koma í byggingarreglugerð. Þessir aðilar skulu tilkynna Mannvirkjastofnun um gæðastjórnunarkerfi sitt til skráningar í gagnasafn Mannvirkjastofnunar, sbr.1. mgr. 13. gr., 2. mgr. 24. gr. og 7. mgr. 32. gr laga um mannvirki.

Mannvirkjastofnun hefur gefið út verklagsreglu sem gildir um allar skoðanir á gæðastjórnunarkerfum hönnuða og hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara. Markmið verklagsreglunnar er að tryggja samræmi í framkvæmd skoðana en þær verða framkvæmdar af skoðunarstofu fyrir hönd Mannvirkjastofnunar.

BSI á Íslandi hefur leyfi frá Mannvirkjastofnun til skoðunar á gæðastjórnunarkerfum skv kröfum byggingarreglugerðar.

Frekakari upplýsingar : Skoðun gæðastjórnunarkerfa

(c) BSI 2013