BSI á Íslandi ehf. | Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík | info@bsiaislandi.is | 414 4444

Framtíð landbúnaðar, sjávarútvegs og matvælaiðnaðar

Samkvæmt efnahags- og þróunarstofnuninni (OECD) mun eftirspurn eftir fæði, sem byggist á landbúnaði og sjávarútvegi halda áfram að aukast næsta áratuginn.

Hröð tækniþróun veldur því að áþreifanleg þjónusta er að breytast í stafræna þjónustu. Mikilvægt er að fylgja þeim tækifærum eftir sem felast í tölvuvæðingu og bregðast við áhættum sem fylgja störfum í þessum geira.

Mikilvægt er að opna markaði og tryggja að flæði vara frá framleiðslustað sé með sjálfbærum hætti þangað sem þær eru til neyslu. Það á við íslenskan sjávarútveg að mestu leyti. Miklar áskoranir eru í landbúnaði enda stærsti notandi í auðlindum vatns og lands.

OECD leggur áherslu á eftirfarandi þætti til að styrkja þessar greinar:

Hvetja þarf til samstarfs þekkingarsamfélagsins og opinbera- og einkageirans.

Nota þarf í auknum mæli hagfræðileg tól eins og upplýsingar, menntun, reglugerðir og skattkerfið til að vinna gegn loftlagsbreytingum.

Straumlínulaga stefnur í áhættustjórnun með því að skilgreina með skýrum hætti venjubundnar hættur í rekstri, sértækar áhættur á mörkuðum og áhættur sem tengjast þátttöku fjöldans.

 

Landbúnaður, sjávarútvegur og matvælaiðnaður á Íslandi

Á árinu 2022 er hlutur landbúnaðar, skógræktar og fiskveiða 4,5% í landsframleiðslu.

Íslenskur landbúnaður gegnir mikilvægu hlutverki í fæðu- og matvælaöryggi okkar íslendinga og er sum staðar uppistaðan í atvinnu á afskekktum dreifbýlissvæðum þrátt fyrir að landfræðileg staðsetning og jarðfræði takmarki skilyrði til landbúnaðar. Mikil samþjöppun hefur verið í landbúnaði á síðustu áratugum, bændum hefur fækkað og búin hafa stækkað.

Sjávarútvegur (veiðar og vinnsla sjávarfangs) voru lengi eina helsta undirstaða uppbyggingar velferðaríkis á Íslandi og hefur meginstefna íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi verið að stuðla að sjálfbærri og ábyrgri nýtingu náttúruauðlinda í hafi.

 

ISO staðlar í landbúnaði, sjávarútveg og matvælaiðnaði

Skammstöfunin ISO stendur fyrir (International Organization for Standardization) sem er sjálfstæð og alþjóðleg stofunun sem þróar reglugerðarstaðla. Tilgangur staðlanna er að tryggja afkastagetu, gæði og öryggi á kerfum, vörum og þjónustuþáttum.

Hægt er að innleiða ISO gæðastjórnunarstaðla og votta í öllum atvinnugreinum og öllum stærðum fyrirtækja og stofnana.

ISO gæðastjórnunarstaðlar hvetja til alþjóðaviðskipta og um leið auka tæknilega, hagfræðilega og vísindalega samvinnu um allan heim.

Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa innleitt ISO 9001 (gæðastjórnun) staðalinn og þykir hann vera krafa til að taka þátt í alþjóðlegum viðskiptum.

ISO 14001 (umhverfisstjórnun) er gæðastjórnunarkerfi eins og ISO 9001 og getur verið innleitt í hvaða atvinnugeira sem er. Á meðan ISO 9001 staðallinn er aðallega nýttur til að bæta gæði vöru- og þjónustu á samkeppnismarkaði á meðan ISO 14001 staðallinn einblínir á þau áhrif sem fyrirtæki og stofnanir hafa á umhverfið og tengist því umhverfisstefnu og samfélagslegri ábyrgð.

Landbúnaður hefur verið að iðnvæðast mikið síðustu ár þar sem meiri kröfur eru gerðar til endaafurðar með tilliti til umhverfisvænna og lífrænna krafna.

Ávinningurinn af því að vera ISO 14001 vottaður eru að verða samkeppnishæfari, lækka kostnað, minnka áhættur og auka eftirspurn. Ef framleiðslufyrirtæki í landbúnaði eru ekki ISO vottuð eru þau í sumum tilfellum ekki gjaldgeng í viðskiptum. Því er spáð að gæðstjórnunarstaðallinn ISO 14001 muni verða æ mikilvægari í viðskiptum, stefnumótun og verslun (vöruviðskiptum).

 

Matvælaiðnaður

FSSC 22000 er alþjóðlegur ISO gæðastjórnunarstaðall og vottunin tryggir fæðuöryggi og skapar vettvang til að gera úttektir á gæðastjórnun. Úttektarkröfur FSSC 22000 byggja á ISO 22000:2018 staðlinum. Kröfurnar í staðlinum endurspegla bestu starfsvenjur (best practice) sem eru sífellt í endurskoðun.

Kostir þess að taka upp staðalinn og fá vottun er að skipulagsheildir fara að nota kerfisbundna aðferðarfræði til að ná utan um áhættur og yfirfæra á alla aðfangakeðjuna.

Með hvaða hætti fyrirtæki og stofnanir takast á við kröfur á skjölun og samsetningu á öryggisigæðakerfinu er sveigjanlegt. Setning og ákvörðun viðmiðana verður auðveldari með því að samræma notkun (consistent application) í gegnum rekstur skipulagsheildana.

ISO gæðastjórnunarstaðlarnir upphefja endurskoðun á stöðugum umbótum á gæðakerfinu og fyrirtæki eiga auðveldara með að geta sýnt fram á að þeir hafi skuldbundið sig til að setja  matvælaöryggi í forgang. Slík vinna skilar sér í auknu trausti viðskiptavina og aukinni þátttöku starfsfólks.

Af hverju British Standard Institution (BSI group)

BSI (British Standards Institution) er stofnað árið 1901 og er leiðandi aðili í sérfræðiþjónustu til stofnana og fyrirtækja um allan heim. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 4600 starfsmenn og veita þjónustu í 192 löndum. 

Þjónustueiningar BSI skiptast í eftirfarandi hluta:  

Staðlagerð 

BSI er leiðandi á heimsvísu í gerð staðla. Það er hægt að nálgast staðla allt frá verndun höfundaréttar til tæknilegrar lýsingar á einstökum kerfum.  

Úttektir og vottanir

Faggildar úttektir á stjórnkerfum. Viðskiptavinir BSI group eru yfir 84.000.  

Vöruprófanir

BSI prófa margar vörur á ýmsum sviðum, t.d í byggingariðnaði, brunavörnum, rafmagns- og lækningatæki gangvart stöðlum (CE merkingar) ásamt því að vera leiðbeinandi við þróun á nýjum vörum.  

BSI er jafnframt tilkynntur aðili fyrir 11 reglugerðir eða tilskipanir Evrópusambandsins. 

Námskeið 

BSI Learning er leiðandi aðili í námskeiðum fyrir stjórnkerfisstaðla, verklag og alþjóðlegar kröfur.

Flest þessara námskeiða eru kennd hérlendis en jafnframt er hægt að sækja sértæk námskeið erlendis á vegum BSI.

Árlega fá um 200.000 aðila þjálfun frá sérfræðingum BSI Group.  Á skrifstofu BSI á Íslandi færðu allar nánari upplýsingar um þjónustu BSI.  

Tengdar þjónustur

Þjónustuver og netspjall

Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15

Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!

info@bsiaislandi.is

414-4444

Hafðu samband