Lyftuskoðun
BSI á Íslandi – tilkynntur aðili.
BSI á Íslandi er tilkynntur aðili (nr.2733) fyrir lokaskoðanir á lyftum samkvæmt tilskipun um lyftur 2014/33/EU.
Samkvæmt tilskipuninni bera rekstraraðilar ábyrgð á því að lyftur og öryggishlutir fyrir lyftur uppfylli kröfur þessarar tilskipunar til að tryggja öfluga vernd sem varðar heilbrigði og öryggi einstaklinga og tryggi sanngjarna samkeppni á markaði Sambandsins.
BSI á Íslandi hefur leyfi til lokaskoðunar áður en lyfta er tekin í notkun en þeir sem annast uppsetningu á lyftu skulu sjá sjá til þess að hún hafi verið hönnuð, framleidd, sett upp og prófuð í samræmi við grunnkröfurnar um heilsuvernd og öryggi.
Umsóknarferlið
Unnið er eftir reglugerð nr. 966/2016 um lyftur og öryggishluti fyrir lyftur og reglum tilskipunar 2014/33/EU sem eru almennar grunnkröfur sem varða öryggi og heilsuvernd. Sjá reglugerð.
Þeir aðilar sem setja upp nýjar lyftur þurfa að fá tilkynntan aðila til að taka út uppsetningar með það að markmiði að CE merkja lyftur.
Trúnaður
Fyllsta trúnaðar er gætt að hálfu BSI á Íslandi um þau gögn sem unnið er með hverju sinni.
Nánari upplýsingar veitir Kristján F. Karlsson á skrifstofu BSI í síma 414-4444.
Einfalt ferli CE merkingar með aðstoð sérfræðinga BSI
Sem tilkynntur aðili getur BSI boðið upp á víðtæka þjónustu sem snýr að CE merkingum sem gerir fyrirtækjum kleift að standast kröfur samræmismats og merkja vörur sínar CE merkinu.
Sérfræðingar BSI þekkja hvað þarf til að standast kröfur á hvaða markaði sem er, hvar sem er í heiminum og aðstoðar fyrirtæki inn á nýja markaði, hámarka möguleika á núverandi markaði og við áhættumat.
Stafirnir CE standa fyrir (Conformité Européenne) CE-merking getur verið skilyrði fyrir markaðssetningu vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Merkið gefur til kynna að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili geti ábyrgst að hún uppfylli grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kveða á um.
Þær vörur sem falla undir svonefndar Nýaðferðartilskipanir Evrópusambansins verða að bera CE-merki. Dæmi um vöruflokka sem heyra undir nýaðferðartilskipanir eru til dæmis leikföng, vélar, raftæki, persónuhlífar og notendabúnaður fjarskiptakerfa og síma.
Þjónustuver og netspjall
Við tökum vel á móti öllum spurningum og ábendingum til þess að geta bætt þjónustu okkar. Svo er líka alltaf gaman að fá hrós.
Þjónustuver og netspjallið er opið mán-fim: 8:30-16 og fös: 8:30-15
Ekki hika við að hafa samband, hlökkum til að heyra frá þér!