Greiðsluskilmálar námskeiða

Við skráningu á námskeið samþykkir umsækjandi greiðslu á námskeiðsgjaldi.

Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt viku fyrir námskeið. Greiðsluseðill birtist í heimabanka/fyrirtækjabanka.

Afskráning á námskeið þarf að berast með lágmarki viku fyrirvara annars eru námskeiðsgjöld innheimt.

BSI á Íslandi áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi.

Ef þú hefur einhverjar spurningar vegna greiðsluskilmála eða námskeiða almennt getur þú sent okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is eða haft samband við skrifstofu okkar í síma 414 4444.

(c) BSI 2013