Greiðsluskilmálar námskeiða

Við skráningu á námskeið samþykkir umsækjandi greiðslu á námskeiðsgjaldi.
BSI á Íslandi áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi.
Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt þegar lágmarks þátttakendafjölda er náð á námskeið.

GREIÐSLUFORM

• Greiðsluseðill í heimabanka
• Greiðslukort

Greiðsluseðlar birtast í heimabanka viðkomandi.
Ef greitt er með greiðslukorti eða óskað er eftir raðgreiðslum með greiðslukorti þarf greiðandi að hafa samband við skrifstofu BSI á Íslandi, fyrir gjalddaga reiknings.

AFSKRÁNINGAR Á NÁMSKEIÐ
Allar afskráningar skulu berast til BSI á Íslandi á netfangið info@bsiaislandi.is til þess að vera teknar gildar.
Námskeiðsgjöld eru innheimt að fullu ef 3 virkir dagar eða styttra er í staðfest námskeið.

STAÐFESTINGAR
Beiðni um staðfestingu á þátttöku á námskeiði skal berast til BSI á Íslandi á netfangið info@bsiaislandi.is. Ef námskeiðsgjöld hafa verið greidd eru allar beiðnir afgreiddar þegar staðfesting um greiðslu hefur borist á netfangið info@bsiaislandi.is.
Staðfestingargjald: 2.500 kr.

FYRIRSPURNIR
Ef þú hefur einhverjar spurningar vegna greiðsluskilmála eða námskeiða almennt getur þú sent okkur póst á info@bsiaislandi.is eða haft samband við skrifstofu okkar í síma 414 44 44.

(c) BSI 2013