ISO 22301 / Innleiðing

22301 Innleiðing

Stjórnkerfi fyrir rekstrarsamfellu
Continuity Management System

Með innleiðingu á ISO 22301 nær fyrirtækið að bera kennsl á þætti sem ógna þeim þegar óvæntir atburðir eiga sér stað, bregðast við og gera áætlun um samfelldan rekstur. Einnig nær öflug stjórnun rekstrarsamfellu að lágmarka þann tíma sem það tekur að byggja fyrirtæki upp á skýran og  skipulagðan hátt eftir óvænta röskun í rekstri.

Aflaðu þér sérfræðiþekkingar á Innleiðingu stjórnunarkerfis fyrir rekstrarsamfellu í samræmi við ISO 22301

Námskeiðslýsing

BSI býður upp á viðurkennt, tveggja daga, alþjóðlegt námskeið sem veitir þér sérþekkingu til að innleiða stjórnunarkerfi fyrir rekstrarsamfellu.

Með þátttöku í námskeiðinu ættir þú að verða lykilstarfsmaður í því að tryggja að þitt fyrirtæki sé bæði samstillt og samhæft skv ISO 22301.

Fyrir hverja er námskeiðið ?

  • Stjórnendur fyrirtækja
  • Millistjórnendur sem bera ábyrgð á áhættustjórnun
  • Stjórnendur og starfsmenn sem bera ábyrgð á innleiðingu ISO 22301
  • Stjórnendur og starfsmenn sem bera ábyrgð áhættu- og öryggisstjórnun

Ávinningur námskeiðs

  • Alþjóðlegt stjórnkerfi fyrir rekstrarsamfellu mun auka traust starfsmanna, viðskiptavina og annara hagsmunaaðila
  • Hæfni til að innleiða stjórnunarkerfi fyrir rekstrarsamfellu
  • Hæfni til að bera kennsl á þætti sem ógna fyrirtækinu þegar óvæntir atburðir eiga sér stað, bregðast við og gera áætlun um samfelldan rekstur
  • Með innleiðingu ISO 22301 lágmarkar fyrirtækið þann tíma sem það tekur að byggja fyrirtæki upp á skýran og skipulagðan hátt eftir óvænta röskun í rekstri

Markmið námskeiðs

Að þátttakendur verði færir um að skilgreina og innleiða stjórnkerfi fyrir rekstrarsamfellu. Þátttakendur eiga þannig að geta :

  • Þekkt kröfur staðalsins ISO 22301
  • Byggt upp og innleitt stjórnkerfi fyrir rekstrarsamfellu skv ISO 22301
  • Byggt upp aðferðafræði til að bregðast við ógnunum og óvæntri
  • röskun í rekstri
  • Undirbúið fyrirtækið til að standast úttekt skv ISO 22301

Efnisþættir námskeiðs

  • Bakgrunnur ISO 22301
  • Innleiðingarferli
  • Skilgreining og yfirferð á þeim lögum og reglugerðum sem eru gildandi
  • Kröfur ISO 22301
  • Núverandi staða rekstrarsamfellu skilgreind
  • Innleiðingaráætlun
  • Innleiðing stjórnkerfis fyrir rekstrarsamfellu
  • Vöktun og mælingar
  • Endurskoðun stjórnkerfis

Nánari upplýsingar

ISO 22301 / Innleiðing á stjórnkerfi fyrir rekstrarsamfellu (2 dagar)
Kennslusalur / 4. hæð / Skipholti 50c

Kennari námskeiðs
Örn Alexandersson frá BSI

Verð: 189.000 kr
– innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námsskeiðsgögnum.

Námsmat: mæting

Nemendur fá þáttökuskírteini frá BSI að námskeiði loknu.

Öll námskeiðsgögn eru á ensku


 

ISO 22301 / Innleiðing (2 dagar)

  • NafnGSM
  • NafnNetfangGSM 
    Bættu við línu ef þátttakendur eru fleiri en 1
  • Settu stafina í reitinn

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendið tölvupóst á namskeid@bsiaislandi.is

(c) BSI 2013