ISO 27001:2022 Lead Auditor CQI/IRCA Certified Course (17287)

 

Við bjóðum upp á CQI/IRCA Certified Lead Auditor námskeið í ISO 27001:2022 sem haldið er í húsnæði okkar að Skútuvogi 1d (gengð inn Barkarvogsmegin).

 

Námskeiðslýsing
Úttektir eru mikilvægur þáttur við þróun og mat á árangri hvers kyns stjórnkerfa. Úttektum fylgir mikil ábyrð, ögrandi verkefni og oft flókin vandamál. Þetta 5 daga námskeið undirbýr þátttakendur fyrir úttektarferlið samkvæmt kröfum ISO 27001:2022 og veitir þjálfun í framkvæmd úttekta, sem og að geta veitt hagnýta aðstoð og upplýsingar til þeirra sem stefna að vottun.

Námskeiðið þjálfar þátttakendur í að skilja betur hlutverk sitt og öðlast þá sérfræðiþekkingu sem þarf til að framkvæma úttektir á sem áhrifaríkastan hátt.

Fyrir hverja er námskeiðið?

– Þá sem eru að huga að innleiðingu á stjórnkerfi upplýsingaöryggis í samræmi við kröfur ISO 27001:2022

– Þá sem vilja læra árangursríkar úttkektaaðferð

– Öryggisúttektaraðila sem hafa áhuga á að bæta hæfni og skilning við úttektir

– Ráðgjafa sem ætla að bjóða ráðgjöf varðandi ISO 27001 vottunarferli

– Fagmenn á sviði upplýsingaöryggis- og gæðastjórnunar

 

Ávinningur fyrir fyrirtækið
Árangursríkar úttektir er eina leiðin til að tryggja að þeir mælikvarðar sem lagðar eru til grundavallar fyrir öryggi upplýsinga sé almennilega stjórnað svo þær nái tilætluðum árangri.

Efnisþættir námskeiðs

Námskeiðið er samþáttað með kennslu, verkefnum og sýnidæmum og nær til eftirfarandi þátta:

– Upplýsingaöryggi
– Mikilvægi stjórnkerfi upplýsingaöryggis
– ISO 27001:2022 staðallinn
– Rýni öryggisþátta og ógnanna
– Val á öryggisstýringum (Controls)
– Stjórn öryggisþátta
– Hvernig byggja á upp stjórnkerfi upplýsingaöryggis (ISMS)
– ISO 27001:2022 aðferðafræði við úttektir
– Stjórn á ISO 27001:2022 úttektarteymi
– Viðtalstækni við úttektir
– Gerð úttektaskýrslna
– Rýni til að sýna fram á samræmi við kröfur

Nánari upplýsingar:

Lengd námskeiðs*: 5 dagar (próf á lokadegi)

Leiðbeinandi: Sérfræðingur frá BSI

Verð: 480.000 kr. Innifalið kaffi, meðlæti og hádegisverður ásamt ítarlegum námskeiðsgögnum

Þátttakendur sem ljúka námskeiðinu fá afhent alþjóðlegt IRCA/IATCA skírteini sem fullgildir stjórnendur úttekta.

*Námskeiðið er á ensku ásamt námskeiðsgögnum.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu í síma 414 44 44 eða sendið póst á info@bsiaislandi.is til að fá frekari upplýsingar.


 

Lead Auditor - ISO/IEC 27001 - CQI/IRCA Certified Course (17287) (5 dagar)

  • Námskeiði lýkur með prófi á fimmta degi (11/10).
  • NafnGSM
  • NafnNetfangGSM 
    Bættu við línu ef þátttakendur eru fleiri en 1
  • Settu stafina í reitinn

(c) BSI 2013