ISO 27001:2022 Innri úttektir

ISO 27001:2022 Innri úttektir

Markmið námskeiðs
Að þátttakendur fái hagnýta reynslu í skipulagningu, framkvæmd, og skýrslugerð við úttektir á stjórnkerfi upplýsingaöryggis.

Námskeiðslýsing
Tveggja daga námskeið sem tryggir trausta undirstöðu í öllum þeim þáttum er snúa að ferli innri úttekta. Skref fyrir skref eru þátttakendur leiddir í gegnum skipulagða dagskrá sem inniheldur sambland af fræðilegum kenningum þar sem stuðst er við verklegar æfingar. Þannig er þátttakendum gert kleift að öðlast skilning á undirstöðuatriðum innri úttekta.

Þátttakendur munu öðlast skilning á:

ISO Bullet  Úttektum samkvæmt helstu kröfum ISO 27001:2022 í samræmi við innri úttektir í ISO 19011

ISO Bullet  Skipulagningu, framkvæmd, öryggiseftirliti og gerð skýrslna

ISO Bullet  Mikilvægi upplýsingaöryggis og innleiðingu

ISO Bullet  Hvernig ferli innri úttekta auðveldar stöðugar umbætur á upplýsingaöryggi

ISO Bullet  Úrbótum og forvörnum

Fyrir hverja er námskeiðið?

ISO Bullet  Þá sem eru skipaðir til að framkvæma innri úttektir á stjórnkerfi upplýsingaöryggis

ISO Bullet  Stjórnendur sem vilja öðlast skilning á málefnum er varða upplýsingaöryggi

Ávinningur fyrir fyrirtækið
Fagleg nálgun við innri úttektir sem auðveldar fyrirtækjum að bera kennsl á núverandi og mögulega veikleika í upplýsingaöryggi. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að grípa til aðgerða áður en skaðinn er skeður.

Efnisþættir námskeiðs:

ISO Bullet  Uppsetning og skilgreiningar á ISO 19011

ISO Bullet  Skilyrði fyrir upplýsingaöryggi

ISO Bullet  Skipulagning innri úttekta

ISO Bullet  Gerð gátlista

ISO Bullet  Framkvæmd innri öryggisúttekta

ISO Bullet  Niðurstöður og skýrslugerð

ISO Bullet  Innleiðing úrbóta

ISO Bullet  Eftirfylgni

ISO Bullet  Áframhaldandi umbætur

ISO Bullet  Verkefni í ISO 27001

ISO Bullet  Reynslusögur (Case Studies)

ISO Bullet  Umræðuhópar

ISO Bullet  Hópavinna

Nánari upplýsingar
Lengd námskeiðs: 2 dagar, kennt frá 09:00 – 17:00
Námskeiðsgögn eru á ensku
Leiðbeinandi: Sérfræðingur frá BSI á Íslandi

Verð: 198.000 kr.
– innifalið kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námskeiðsgögnum.

Viðskiptavinir BSI eru með 10% afslátt af námskeiðum.

20% afsláttur er veittur af öðrum þátttakanda ef þátttakendur eru fleiri en einn frá sama fyrirtæki/stofnun.

Þátttakendur fá skírteini frá BSI að námskeiði loknu.


Frekari upplýsingar er hægt að nálgasta á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendið tölvupóst á namskeid@bsiaislandi.is

ISO 27001:2022 / Innri úttektir (2 dagar)

  • NafnGSM
  • NafnNetfangGSM 
    Bættu við línu ef þátttakendur eru fleiri en 1
  • Settu stafina í reitinn

 

(c) BSI 2013