ISO 27001:2022 – Kröfur & Uppfærsla

Námskeið í kröfum og uppfærslu
ISO/IEC 27001:2022 

Námskeiðslýsing

Upplýsingaöryggi er afar mikilvægt fyrir skipulagsheildina og hagsmunaðila.

BSI hefur þróað yfirgripsmikið eins dags námskeið sem fer ítarlega yfir þau áhrif sem alþjóðlegur staðal hefur fyrir upplýsingaöryggisstjórnun
(ISO/IEC 27001:2022).

 

Þetta námskeið mun hjálpa þér að:

ISO Bullet Öðlast skilning á skilvirkri upplýsingaöryggisstjórnun

ISO Bullet Þekkja helstu kröfur og kosti ISO/IEC 27001:2022

ISO Bullet Hafa umsjón með upplýsingaöryggi í skipulagsheildinni

ISO Bullet Gera ráðstafanir til að tryggja að upplýsingaöryggi sé kjarninn í skipulagsheildinni

ISO Bullet Laða að og viðhalda viðskiptavinum með því að mæta núverandi og framtíðar upplýsingaöryggisþörfum betur

 

Ávinningur námskeiðs

Þú munt öðlast skilning á skilvirkri upplýsingaöryggisstjórnun fyrir skipulagsheildina og hagsmunaaðila þess og vernd upplýsinga með áherslu á trúnað, réttleika og tiltækileika.

Að loknu þessu námskeiði muntu geta:

ISO Bullet  Útskýrt sögu og þróun ISO/IEC 27001

ISO Bullet  Lýst hvað upplýsingaöryggisstjórnunarkerfi er (ISMS – Information Security Management System)

ISO Bullet  Þekkja kosti ISMS

ISO Bullet  Þekkja lykilhugtök, meginreglur og uppbyggingu ISO/IEC 27001

ISO Bullet  Þekkja helstu kröfur ISO/IEC 27001

 

Fyrir hverja er námskeiðið?

– Alla stjórnendur
– Fulltrúa stjórnenda fyrir ISO/IEC 27001
– Upplýsingatæknistjóra
– Kerfisstjóra
– Upplýsingaöryggisfulltrúa
– Alla sem koma að ráðgjöf eða vinnu við innleiðingu ISO/IEC 27001

 

Nánari upplýsingar  
Lengd námskeiðs: 1 dagur, kennt frá 09:00 – 16:30
Námskeiðsgögn eru á ensku
Leiðbeinandi: Sérfræðingur frá BSI á Íslandi

Verð: 98.000 kr
– innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námskeiðsgögnum.

Viðskiptavinir BSI eru með 10% afslátt af námskeiðum.
20% afsláttur er veittur af öðrum þátttakanda ef þátttakendur eru fleiri en einn frá sama fyrirtæki/stofnun.


Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is.

 

ISO 27001:2022 – Kröfur & Uppfærsla

  • NafnGSM
  • NafnNetfangGSM 
    Bættu við línu ef þátttakendur eru fleiri en 1
  • Settu stafina í reitinn

(c) BSI 2013