Senior Management Briefing – vinnustofa
Þessi vinnustofa er sett upp til að gera stjórnendum kleift að bera kennsl á helstu kröfur ISO 9001:2015 / ISO 14001:2015 / ISO 27001:2013, með tilliti til stjórnendahóps og skuldbindingu þeirra.
Vinnustofan er verkefnamiðuð, dýpkar skilning á efni og eykur frammistöðu í starfi. Með þátttöku í vinnustofu verður þú fær um nýta þekkingu þína á uppbyggingu og kröfum ISO 9001:2015 / ISO 14001:2015 / ISO 27001:2013 til að bæta stjórnkerfið og sýna fram á skukldbindingu til úrbóta.
Forysta – Krafa um að æðstu stjórnendur fyrirtækja taki þátt í og beri ábyrgð á stjórnkerfinu og aðlagi gæði með víðtækari stefnu fyrirtækisins
Fyrir hverja er vinnustofan?
Stjórnendur fyrirtækja og stofnanna sem vinna með ISO 9001/14001/ 27001
Þá sem vilja bæta rekstur með aukinni þátttöku stjórnenda
Hvað mun ég læra?
Fá skilning á hlutverki ISO 9001:2015 / ISO 14001:2015 / ISO 27001:2013
Að bera kennsl á og tengja kröfur staðlanna við verkferla
Að tengja kröfur staðlanna við áhættustjórnun
Ávinningur fyrir fyrirtækið
Sýnir skuldbindingu stjórnenda til að þróa stjórnkerfið
Öðlast þekkingu og hæfni til að uppfæra stjórnkerfið á skilvirkan hátt
Getur bætt stjórnkerfið með innleiðingu breytinga samkvæmt ISO 9001:2015 / ISO 14001:2015 / ISO 27001:2013
Nánari upplýsingar
Lengd námskeiðs: 2,5 klst (tímasetning: samkomulag)
Námskeiðsgögn eru á ensku
Leiðbeinandi: Jenný Dögg Björgvinsdóttir frá BSI
Vinnustofan fer í flestum tilfellum fram á vinnustað en einnig er hægt að halda hana hjá BSI á Íslandi.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu í síma 414 44 44 eða sendið póst á namskeid@bsiaislandi.is til að fá frekari upplýsingar.