Á þessu námskeiði fá þátttakendur skilning á þeim breytingum og skilyrðum sem fylgja uppfærslunni samkvæmt ISO 9001:2015 og hjálpar þeim að innleiða þær samkvæmt kröfunum.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Stjórnendur fyrirtækja og þá sem starfa samkvæmt kröfum ISO 9001
Starfsmenn innleiðingar á breytingum
Starfsmenn innri úttekta
Starfsmenn með þekkingu á ISO 9001:2008
Námskeiðið hjálpar við að uppfæra starfssemi fyrirtækisins samkvæmt kröfum ISO 9001:2015 og starfa á enn skilvirkari og hagkvæmari hátt.
Efnisþættir námskeiðs
Hugmyndafræði og kröfur ISO 9001:2015
Breytingar á ISO 9001
Undirbúningur og innleiðing samkvæmt kröfum ISO 9001:2015
GAP – gott tól til að kanna núverandi stöðu gagnvart uppfærslu
Nánari upplýsingar
Lengd námskeiðs: 2 dagar, kennt frá 09:00 – 16:00
Námskeiðsgögn eru á ensku
Leiðbeinandi: Jenný Dögg Björgvinsdóttir frá BSI
Verð: 158.000 kr
– innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námskeiðsgögnum.
Þátttakendur fá skírteini frá BSI að námskeiði loknu.
Viltu að við höldum námskeiðið á þínum vinnustað ?
Í mörgum tilfellum eru fleiri en gæðastjóri ábyrgir fyrir gæðakerfinu og þá
getur verið gott að fá námskeið inn á vinnustað fyrir viðeigandi starfsmenn.
Hafðu samband og fáðu tilboð frá okkur í námskeið á þínum vinnustað.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is.