Þetta námskeið tekur á því hvernig á að stjórna innri úttektum með árangursríkum hætti. Kenndar eru aðferðir innri úttekta með áherslu á ISO 9001 þar sem komið er inn á hvernig best er skipuleggja, framkvæma, skrá innri úttektir og hvernig vinna eigi að stöðugum úrbótum.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Stjórnendur fyrirtækja og þá sem starfa samkvæmt kröfum ISO 9001
Starfsmenn innri úttekta
Starfsmenn með þekkingu á ISO 9001
Efnisþættir námskeiðs
Skipulag innri úttekta og markmiðasetning
Framkvæmd innri úttekta
Samskipti við starfsmenn við framkvæmd innri úttekta
Skýrslugerð, niðurstöður og frábrigði
Nánari upplýsingar
Lengd námskeiðs: 2 dagar, kennt frá 09:00 – 17:00
Námskeiðsgögn eru á ensku
Leiðbeinandi: Jenný Dögg Björgvinsdóttir frá BSI
Verð: 165.000 kr
– innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námskeiðsgögnum.
Viðskiptavinir BSI eru með 10% afslátt af námskeiðum.
20% afsláttur er veittur af öðrum þátttakanda ef þátttakendur eru fleiri en einn frá sama fyrirtæki/stofnun.
Þátttakendur fá skírteini frá BSI að námskeiði loknu.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is.