ISO 9001:2015 / Innleiðing á gæðastjórnunarkerfi
Vinsælasti staðallinn í rekstri fyrirtækja og stofnanna hefur verið uppfærður og var BSI fyrsti vottunaraðilinn til að fá alþjóðlega faggildingu hjá ANAB til að votta fyrirtæki og stofnanir samkvæmt kröfum í nýjum og uppfærðum ISO 9001:2015 staðli. Við erum mjög stolt af því að leiða þessa þróun í ISO 9001 og hjálpa viðskiptavinum okkar að ná enn betri árangri á hagkvæman og skilvirkan hátt.
Nokkrar lykilbreytingar eru m.a.:
Ólík fyrirtæki – ólík stjórnkerfi
Áhersla á að byggja upp stjórnkerfi sem er aðlagað hverju fyrirtæki fyrir sig
Forysta
Krafa um að æðstu stjórnendur fyrirtækja taki þátt í og beri ábyrgð á stjórnkerfinu og aðlagi gæði með víðtækari stefnu fyrirtækisins
Áhættustjórnun
Áhættumatsnálgun sem leiðir af sér forvarnir í öllu stjórnkerfinu og hvetur til stöðugra framfara
Skjölun
Minni áhersla á skjölun. Fyrirtækið ákveður sjálft hvaða skjöl eru mikilvæg og í hvaða formi þau skulu skjöluð
Samræmi
Samræmi á milli helstu stjórnkerfa með sambærilegum kjarna í uppbyggingu og texta
Námskeiðslýsing
Þetta ítarlega námskeið hjálpar þátttakendum að fá skilning á öllum þeim skilyrðum sem þarf að uppfylla fyrir ISO 9001:2015. Farið verður yfir öll helstu grunnatriði og þær aðferðir sem ættu að vera notaðar í upphafi þegar ISO 9001 staðallinn er tekin upp.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Fyrir þá sem vilja sérfræðiþekkingu og skilning á innleiðingarferli ISO 9001:2015
Ávinningur fyrir fyrirtækið
Þetta námskeið tryggir að notaðar séu margreyndar og sannprófaðar aðferðir fyrir alla þá sem innleiða ISO 9001. Að nota ISO 9001 er að jafnaði arðvænleg fjárfesting fyrir fyrirtæki. Ágóði fyrirtækja felst m.a. í auknu trausti meðal starfsmanna, auknum skilningi og aðstoðar fyrirtæki við að komast hjá kostnaðarsömum mistökum.
Efnisþættir námskeiðs
Hugmyndafræði og kröfur ISO 9001:2015
Uppbygging gæðastjórnunarkerfis
Skilgreining ábyrgða fyrir gæðastjórnunarkerfi
Skoða núverandi rekstur og innleiðingu nýrra aðferða
Framsetning upplýsinga á sem bestan hátt
Skipulagning innleiðingarferlisins á áhrifaríkan hátt
Undirbúningur fyrir úttektir
Gæðastefna og markmið
Viðhald og umbætur á gæðastjórnunarkerfinu
Nánari upplýsingar
Lengd námskeiðs: 2 dagar, kennt frá 09:00 – 16:30
Námskeiðsgögn eru á ensku
Leiðbeinendur: Jenný Dögg Björgvinsdóttir / Erla Konný Óskarsdóttir frá BSI
Verð: 165.000 kr
– innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námskeiðsgögnum.
Viðskiptavinir BSI eru með 10% afslátt af námskeiðum.
20% afsláttur er veittur af öðrum þátttakanda ef þátttakendur eru fleiri en einn frá sama fyrirtæki/stofnun.
Þátttakendur fá skírteini frá BSI að námskeiði loknu.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is.