Aflaðu þér sérfræðiþekkingar á jafnlaunakerfí
í samræmi við ÍST 85:2012
Grunnnámskeið í kröfum jafnlaunakerfis ÍST 85:2012 (1 dagur)
Námskeiðið er fyrir starfsmenn (mannauðsstjóra, launafulltrúa, æðstu stjórnendur ofl.) skipulagsheilda sem eru með vottað jafnlaunakerfi og eru að taka að sér ábyrgð í jafnlaunakerfinu. Einnig hentar námskeiðið þeim sem eru að innleiða jafnlauankerfi.
Innri úttektir samkvæmt ÍST 85:2012 / ISO 19011 (1 dagur)
Kenndar eru aðferðir innri úttekta sem samræmast ÍST 85:2012.
Einnig er kennt hvernig best er skipuleggja, framkvæma, skrá innri úttektir og hvernig vinna eigi að úrbótum.