Vel undirbúnu fyrirtæki / stofnun gengur almennt betur að innleiða jafnlaunakerfi og uppfylla kröfur staðalsins.
Grunnnámskeið í kröfum jafnlaunakerfis ÍST 85:2012
Námskeiðið er fyrir starfsmenn (mannauðsstjóra, launafulltrúa, æðstu stjórnendur ofl.) skipulagsheilda sem eru með vottað jafnlaunakerfi og eru að taka að sér ábyrgð í jafnlaunakerfinu.
Einnig hentar námskeiðið þeim sem eru að innleiða jafnlaunakerfi.
Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að hafa öðlast þekkingu á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, geta skilið kröfur hans, geta gert drög að innleiðingaráætlun, unnið helstu skjöl sem krafist er um og skilið hvernig vinna eigi að úrbótum.
Nánari upplýsingar
Lengd námskeiðs: 1 dagur, kennt frá 09:00 – 16:00
Námskeiðsgögn eru á íslensku
Leiðbeinandi: Sérfræðingur frá BSI á Íslandi
Verð: 89.000 kr
– innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námskeiðsgögnum.
Viðskiptavinir BSI eru með 10% afslátt af námskeiðum.
20% afsláttur er veittur af öðrum þátttakanda ef þátttakendur eru fleiri en einn frá sama fyrirtæki/stofnun.
———————– Önnur námskeið í boði ———————