Áður en fyrirtæki/stofnanir innleiða jafnlaunakerfi er mikilvægt að kynna sér umfangið sem fylgir því að innleiða kerfið og hvaða kröfur þarf að uppfylla samkvæmt ÍST 85:2012. Vel undirbúnu fyrirtæki/stofnun gengur almennt betur að innleiða jafnlaunakerfi og uppfylla kröfur staðalsins.
Innleiðing jafnlaunakerfis samkvæmt kröfum ÍST 85:2012
Námskeiðið er fyrir þau fyrirtæki sem hafa áhuga á innleiða jafnlaunakerfi og/eða kynna sér kröfur staðalsins ÍST 85:2012.
Námskeiðið gerir þátttakendum kleift að gera drög að innleiðingaáætlun og vinna helstu skjöl sem krafist er.
Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að geta gert eftirfarandi:
- Skilið grunnatriði ÍST 85:2012 – jafnlaunakerfi
- Þekkja lykilákvæði laga og annarra krafna og tengsl þeirra við jafnlaunakerfi
- Skilið uppbyggingu jafnlaunakerfis og ábyrgð
- Tekið þátt í að þróa ferla, stefnu, markmið, áætlanir og skjalfestingar
- Skilið mikilvægi notkunar, viðhalds og umbótaferli jafnlaunakerfis
- Lýst innleiðingarferlinu og útbúið áætlun fyrir innleiðingu
- Skilið hvernig hægt er að flokka störf samkvæmt ISTARF95
- Skilið gerð jafnlaunaviðmiða m.a. viðmiða fyrir umbun
- Skilið gerð launagreiningar
Nánari upplýsingar
Lengd námskeiðs: 2 dagar, kennt frá 09:00 – 16:00
Námskeiðsgögn eru á íslensku
Leiðbeinendur: Jenný Dögg Björgvinsdóttir / Erla Konný Óskarsdóttir frá BSI
Verð: 98.000 kr / 20% afsláttur af öðrum þátttakendum frá sama fyrirtæki/stofnun.
– innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námskeiðsgögnum.