Jafnlaunavottun / Innri úttektir

Krafa er um að fylgst sé með hvort jafnlaunakerfið skili tilætluðum árangri og því mikilvægt að ná góðum tökum á aðferðum við innri úttektir.

Innri úttektir samkvæmt ÍST 85:2012 / ISO 19011

Þetta eins dags námskeið tekur á því hvernig hægt er að stjórna innri úttektum með árangursríkum hætti. Kenndar eru aðferðir innri úttekta sem samræmast
ÍST 85:2012 / ISO 19011. Einnig er kennt hvernig best er að skipuleggja, framkvæma, skrá innri úttektir og hvernig vinna eigi að úrbótum.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Starfsfólk sem er ábyrgt fyrir innri úttektum á jafnlaunakerfi og hefur grunnþekkingu á ÍST 85:2012

Þá aðila sem vilja bæta árangur og verklag við úttektir á jafnlaunakerfi

Ávinningur námskeiðs

Starfsmenn læra hvernig þeir geta gert fyrirtækinu kleift að fylgja þeim kröfum sem ÍST 85:2012 setur

Gerir starfsmönnum kleift að bera kennsl á frábrigði, það sem betur má fara og getur haft áhrif á skilvirkni jafnlaunakerfisins

Starfsmenn sem framkvæma innri úttektir á jafnlaunakerfi öðlast sjálfstraust og reynslu í starfi

Efnisþættir námskeiðs

Yfirlit um ÍST 85:2012

Skipulag innri úttekta og markmiðasetning

Framkvæmd innri úttekta

Samskipti við starfsmenn við framkvæmd innri úttekta

Skýrslugerð, niðurstöður, frábrigði og úrbætur

Nánari upplýsingar

Tímasetning: (1 dagur) 09:00 – 16:00

Leiðbeinandi: Sérfræðingur frá BSI á Íslandi

Verð: 79.000 kr

innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námskeiðsgögnum.

Viðskiptavinir BSI eru með 10% afslátt af námskeiðum.

20% afsláttur er veittur af öðrum þátttakanda ef þátttakendur eru fleiri en einn frá sama fyrirtæki/stofnun.

 

Þátttakendur fá skírteini frá BSI á Íslandi að námskeiði loknu.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is.


Innri úttektir - jafnlaunakerfi / ÍST 85:2012 (1 dagur)

  • NafnGSM
  • NafnNetfangGSM 
    Bættu við línu ef þátttakendur eru fleiri en 1
  • Settu stafina í reitinn

(c) BSI 2013