Kynning á Six Sigma / Introduction to Six Sigma

Þetta eins dags námskeið veitir þér yfirsýn yfir hvað Six Sigma er, hvernig það hefur þróast og hvaða þýðingu það hefur fyrir þitt fyrirtæki.
Farið verður yfir öll helstu grunnatriði og þær aðferðir sem notaðar eru þegar Six Sigma er tekin upp.

Fyrir hverja er námskeiðið?

  • Stjórnendur fyrirtækja, millistjórnendur og verkefnastjóra
  • Alla þá sem koma að innleiðingu og vinnu við Six Sigma
  • Þá sem vilja auka skilning sinn á Six Sigma

Ávinningur fyrir fyrirtækið
Þetta námskeið tryggir að yfirstjórn fyrirtækisins sé upplýst um umfang og þá vinnu sem felst í því að innleiða Six Sigma ásamt þeim möguleikum sem eru innan Six Sigma kerfisins og áhrifum þess á þitt fyrirtæki.

  • Umgjörð sem skapar þínu fyrirtæki samkeppnisforskot
  • Minnkar kostnað með straumlínulöguðum ferlum
  • Bætt tíma- og árangursstjórnun
  • Eykur ánægju og hollustu viðskiptavina
  • Deilir þekkingu og hvetur starfsfólk

 

Six Sigma á þínum vinnustað

 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is.

Hafðu samband og fáðu tilboð frá okkur.


 

Lengd námskeiðs: 1 dagur

Leiðbeinandi: Örn Alexandersson
(Viðurkenndur úttektaraðili frá BSI á stjórnkerfum fyrirtækja)

Verð: 79.000 kr fyrir hvern þátttakanda.

Innifalið: kaffi, meðlæti og hádegismatur ásamt námskeiðssgögnum.

Nemendur fá þátttökuskírteini frá BSI að námskeiði loknu.

 

 

(c) BSI 2013