Fyrirtækjanámskeið

Fyrirtækjanámskeið

Fyrirtækjanámskeið eru stutt og hnitmiðuð tveggja tíma námskeið ætluð til kynningar og innanhússþjálfunar starfsmanna hjá fyrirtækjunum sjálfum.


Námskeiðin eru sniðin að þörfum fyrirtækja og taka mið af þeim staðli eða stöðlum sem fyrirtækið vinnur eftir eða er jafnvel að undirbúa sig til að innleiða.

Í flestum tilfellum fara námskeiðin fram hjá fyrirtækinu sjálfu en einnig geta fyrirtæki nýtt sér kennslusal okkar sé þess óskað. Hámarskfjöldi á námskeiði er 12 starfsmenn.

Eftirfarandi námskeið eru í boði:

  1. Kynning á gæðastjórnunarkerfum
  2. Skipulag og skjalastýring gæðahandbóka
  3. Hlutverk & ábyrgð stjórnenda
  4. Skjalastjórnun
  5. Ferlagreining fyrir stjórnkerfi
  6. Verklagsreglur
  7. Innri úttektir
  8. Umbótastarf

Nýttu þér reynslu okkar í þína þágu

Þar sem hvert námskeið er sniðið að þörfum hvers fyrirtækis þarfnast þau mismunandi undirbúnings.

Settu þig í samband og fáðu tilboð í þau námskeið sem henta þínu fyrirtæki.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is.

(c) BSI 2013