Ferlagreining fyrir stjórnkerfi
Ferlagreining er einn af grunnþáttum skilvirkra stjórnkerfa og mikilvægt fyrir þá sem vinna í stjórnkerfum fyrirtækja og stofnanna að hafa góð tök á ferlagreiningu.
„Safn samtengdra eða samverkandi athafna sem umbreytir ílagi (input) í frálag (output)“
Eitt af fyrstu skrefum í vinnslu stjórnkerfa er að framkvæma ferlagreiningu en hún er stór þáttur í að tryggja gott flæði upplýsinga í kerfisbundnum rekstri. Við höfum sett saman stutt námskeið þar sem farið er yfir helstu atriði ferlagreiningar og hvernig hún tengist t.d. kröfum stjórnkerfisstaðla, s.s. ISO 9001 – ISO 14001 – ISO 27001 – ISO 22000 – ISO 45001.
Markmið námskeiðs
Að þátttakendur þekki til ferlagreiningar
Að þátttakendur þekki til flæðirita og tákna sem þar eru notuð
Að þátttakendur þekki til hvernig einfalda megi ferli
Að þátttakendur þekki til krafna ISO staðla varðandi ferla
Að þátttakendur þekki til tengslanna á milli verklagsreglna og ferla
Að þátttakendur þekki til áhættustýringar í ferlum
Efnisþættir námskeiðs
Hvað er ferli?
Ferlagreining & flæðirit útbúið
Skjölun stjórnkerfa
Stjórnkerfi – ferlar sem þarf að uppfylla
Verklagsreglur (ferlar)
Verkefni
Nánari upplýsingar
Lengd námskeiðs: 4 klst
Námskeiðsgögn eru á íslensku
Tilvalið fyrir stóra sem litla hópa í fyrirtækjum/stofnunum sem eru að undirbúa innleiðingu stjórnkerfis eða vilja rifja upp grunnatriði ferlagreiningar.
Námskeið geta farið fram á vinnustað eða hjá BSI á Íslandi. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í síma 414 44 44 eða sendir okkur póst á namskeid@bsiaislandi.is.