Samkvæmt reglugerð nr. 920 frá árinu 2006 ber atvinnurekendum að gera skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem á að fela í sér mat á áhættu og áætlun um forvarnir.
Oft getur þetta vafist fyrir og ekki ljóst hvað teljist til áhættu í rekstri.
BSI á Íslandi getur framkvæmt áhættumat samkvæmt helstu kröfum sem gerðar eru.
Dæmi um þjónustu á þessu sviði:
- Áhættugreining
- Mat samkvæmt kröfum í reglugerð um sprengifimt andrúmsloft á vinnustöðum (Atex User Directive)
- Almennt áhættumat
Trúnaður
Fyllsta trúnaðar er gætt að hálfu BSI á Íslandi um þau gögn sem unnið er með hverju sinni. Skoðunarskýrslur eru sendar rekstrar- og ábyrgðaraðila.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu BSI í síma 414-4444.