BGS Úttektir

BGS 5.0BGS staðall – BGS gæðavottun

BSI á Íslandi sér  um vottun og úttektir á stjórnkerfum verkstæða í umboði Bílgreinasambandsins samkvæmt kröfum BGS staðalsins. Markmið vottunar er að auka gæði þjónustu og ánægju viðskiptavina bifreiðaverkstæða, vélaverkstæða, málningar-verkstæða, réttingarverkstæða, smurstöðva, söluaðila notaðra varahluta og rúðuverkstæða.

Með vottun skuldbinda fyrirtæki sig til að bæta þjónustu og auka ánægju viðskiptavina með stöðugum umbótum. Reglubundnar úttektir BSI á Íslandi eru til þess fallnar að hafa eftirlit með því að svo sé.

Fjöldi verkstæða með BGS gæðavottun

Lista yfir verkstæði með BGS vottaða þjónustu má finna hér. Um er að ræða bifreiða- véla- málningar- og réttingarverkstæði, söluaðila notaðra varahluta og rúðuverkstæða. Stöðugt bætast fleiri fyrirtæki í þennan hóp og ástæðan sú að fyrirtæki hafa séð hag sínum betur borgið með því að vinna eftir þessari gæðavottun. Með henni eru allir verkferlar, unnir eftir gæðahandbók svo að viðskiptavinurinn á að geta treyst því að unnið sé fagmannlega og eftir öllum stöðlum. Öll samskipti við viðskiptavininn eru skráð og rekjanleg. Upplýsingastreymi til viðskiptavinarins er tryggt á meðan bíllinn er í viðgerð.

Nánari upplýsingar um Ávinning BGS gæðavottunar

BGS vottun er gullið tækifæri til að bæta þjónustuna á
hagkvæman og þægilegan hátt og örva viðskiptin

Allar nánari upplýsingar um innleiðingu á BGS staðlinum færðu á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur fyrirspurn á info@bsiaislandi.is.

Til að nálgast eintak af BGS staðlinum vinsamlegast skráið inn nafn fyrirtækis og netfang.

 

 

(c) BSI 2013