Ávinningur BGS

BGS gæðavottun eykur ánægju viðskiptavina,
starfsmanna og verkstæða 

Ávinningur verkstæða

• Ábyrgðin og kröfurnar gagnvart viðskiptavinunum eru þekktar og skýrar
• Vinnuferlin verða markvissari, eykur framleiðni og minnkar kostnað
• Reglubundið og uppbyggjandi ytra eftirlit með starfseminni
• Markvissar úrbætur á því sem betur má fara s.s. vegna kvartanna
• Gullið tækifæri til að bæta þjónustuna og örva viðskiptin
• Verkstæðið sýnilegra og meira áberandi en áður
• Virðing fyrir verkstæðinu eykst út á við
• Starfsánægja og sjálfsvirðing eykst

 

Ávinningur viðskiptavinina

• BGS-vottun hjálpar þeim að meta hvaða verkstæði er best að velja
• BGS-vottun sýnir vilja verkstæðisins til að tryggja góða þjónustu
• Kvörtunum viðskiptavina er vel tekið og brugðist við þeim
• Áætlaður tími viðgerða stenst (nema ný atriði komi upp)
• Þjónustan er vel skilgreind og í hverju hún er fólgin
• Þeir fá fast tilboð í kostnaðarmat á viðgerð
• Þeir fá betri og jafnari þjónustu
• Viðgerðin er undir innra eftirliti

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendu okkur fyrirspurn á info@bsiaislandi.is

Listi yfir þjónustuvottuð verkstæði

(c) BSI 2013